Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 68

Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 68
ýtum í Drottins nafni“, cn sem menn eru að fara uppí, þá kernur ólag og slær skipinu flötu uppí sandinn. Ýting var endurtekin aftur og aftur og skipinu sló upp aftur og aftur en hvað oft, veit ég ekki, víst heldur aldrei talið, en smátt og smátt barst skipið vestur eftir fjörunni, að Eystra-Þrándarholti eða um 50 faðma. Þá segir Björn Björnsson formaður við hinn formanninn, Jóhann Magnússon á Brunnum: ,,Nú skulum við hætta, Jóhann, og setja skipið upp, því ég sé, að við eigum ekki að komast á sjó í dag.“ Eitt er víst og öruggt, að báðir þessir menn voru mjög miklir sjósóknarar, þrekmenn og hetjur miklar, Jóhann talinn afrenndur að afli og Björn meira en í meðallagi sterkur, svo ekki hefur verið gefizt upp fyrr en í fulla hnefana. Formennirnir líta nú út á sjóinn til skipsins, sem úti var, og sjá að því er róið knálega til lands. Þeir settu skipið upp í naust og búa sig til að taka á móti hinu skipinu. Þeir vaðbundu helm- inginn af mönnunum, sem voru í fjörunni, fimm eða sex, og jafnmargir héldu í þá. Nú er Halldór að koma rétt inn að landsjónum og stanzar þar ögn. Sýnist honum þá vera að koma lag. Hann kallar til háseta sinna: „Reynum við þá að róa í Drottins nafni“, og sem menn- irnir byrja að róa landróðurinn, þá afturkallar Halldór. Eftir Iítinn tíma kallar hann lag í annað sinn og afturkallar í annað sinn og segir: „Ég held ég ætli ekki að fá hik með ykkur, piltar.“ Er þá sagt, að ungur maður á skipinu hafi kallað vel hátt: „Jú, víst, víst.“ Á næsta lagi kallaði Halldór svo lag í þriðja sinn, og reru þá allir lífróður. Sögðu þeir, er voru í landi, að mjög hefði lagið verið tvísýnt og hefði landsjórinn brotnað undir miðju skipinu uppi í vanalegri skiptifjöru, þar sem vanalegt var að skipta fiski, áður en byrjað var að setja skip frá sjó. Mönnum, sem þarna voru við og sögðu mér þessa sögu, bar saman um, að svo hefði skipið risið hátt á framendann, að tals- vert af fjörumöl hefði sópazt inn í það á annan framkinnunginn, inn í barkann. Skipinu skilaði mjög vel upp í fjöru, líka mjög rösklega tekið á móti því. Skipshafnirnar leiddu skipið mjög rösklega milli sín upp í hróf sitt, sem var uppi á háfjörukambi. Þeir hvolfdu því í skyndi, báru grjót í festina, sem var yfir 66 Godaste'mn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.