Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 59
heyri illa, er blind á öðru auga og sé ekki vel með hinu, geng
samt út og inn og skemmti mér við handavinnu frá kl. 10 á
morgnana og til kl. 10 á kvöldin og tek undir með sr. Matthíasi
Jochumssyni:
,,Ó, Guð, mín stoð og styrkur,
ég stari beint í myrkur,
ef mér ei lýsir ljósið þitt.“
FERÐAMAÐUR
Guðjón Þorsteinsson trésmíðameistari á Hellu sagði svo frá:
Veturinn 1918-19 átti ég heima í Arabæ í Flóa, heimili tengda-
foreldra minna. Þar var einn af gististöðum Guðmundar kíkis.
Nokkru eftir áramót kom Guðmundur til gistingar að venju. Meri
Guðmundar var hýst í hesthúsi heima við bæinn. í öðrum enda
þess var lambhús. Um kvöldið fór ég þangað að hrista upp fyrir
lömbunum. Guðmundur gekk með mér. Ég varð þess vísari, að
meri Guðmundar hafði gengið illa að mat sínum og var búin að
róta heyinu út á flór. Eitthvað tautaði ég yfir þessu. Ekki lagði
Guðmundur neitt til málanna, en ég fann, að honum mislíkaði
Undir borði, morguninn eftir, fór ég að spyrja Guðmund um,
hvar hann hefði komið við á leið sinni út yfir Holtin. Varð hann
hcldur fár við og svaraði: ,,Ég rakti nú ekki alla bæi í Ásahreppi,
enda veitir þeim víst ekki af sínum uggum og roðum þar“. Ég
svaraði að bragði: ,,Ég hugsa, að þeir hafi getað fyrirgefið þér
það“. Viðræður okkar urðu ekki lengri, og ekki kom Guðmundur'
oftar að Arabæ.
Goðasteinn
57