Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 37

Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 37
fjallmönnum. Þegar inn að Tungná kom, var okkur sagt, að við hefðum átt að fara degi fyrr með þeim, sem fóru á Þóristungur, en láðst hafði að láta okkur vita um það. Úr því sem komið var, var annaðhvort að fara heim að bæ eða inn yfir Tungná og síðan yfir Köldukvísl, og það gerðum við, vorum ekki á því að snúa til baka. Eg var á hesti, sem Skolur hét, stólpagrip miklum. Ég fór fyrst að reyna ána. í bakaleiðinni tapaði Solur botni og þeyttist til en krakaði aftur. Ekki var á að lítast. Út í þetta fórum við þó með tvo hesta undir farangri okkar, timbri og öðru. Þegar upp úr Köldukvísl kom, hélt Nikulás um hálsinn á hestinum, og allt, sem okkur við kom, var vindandi blaut. Ég hafði eldstokk í kaffidós og annan í brjóstvasa. Þeir blotnuðu ekki. Um svefn var ekki að ræða um nóttina fyrir kulda. Við vorum að dreypa á lampaspritti, sem vani var að hafa með til að bera á hesta ef þeir meiddust. Nú hlýjaði þetta okkur. Vestangarri var kominn um nóttina og kólnandi veður. Kvíslin var því aðeins rúmlega í kvið á hesti, er við fórum til baka, en straumhörð að venju. Ég tel, að í þetta skipti hafi hún verið versta vatnsfall, sem ég hef farið yfir á hesti, en Skolur reyndist vel, annars hefði verr farið. 1 annan tíma skeði það, er við vorum á fjalli og vorum að byrja að ferma féð yfir Tungná, að báturinn sökk af leka. Það varð okkur til lífs, að við vorum ekki komnir út í aðalstrenginn. Við vorum 4 á bátnum með 10 sauði. Fjallkóngur var Guðmund- ur Jónsson á Ægisíðu. Ég man eftir, að hann sagði: „Hvað eigum við að gera?“ Ég sagði ekki annað vænna en hella úr bátnum, ausa hann, troða í rifurnar og fara austar út í ána. Það var gert og allt gekk þá að óskum. Það mun hafa verið í þessari fjallferð, sem um lengri tíma hafði verið sunnanrok og stórrigningar. Yfirmaður á austurafrétti var þá Einar Gíslason frá Flúsum. Ég var búinn að fara með hestana suður í Byrgistorfu og var lagður af stað í leit. Sagði Einar mér þá, að hann væri búinn að fara 30 sinnum á fjall og væri þetta í fyrsta sinn, sem yrði að hætta leit tvisvar sinnum sama daginn. Hafði ég þá mætt féiögum mínum nema Einari, sem beið á þeim Godasteinn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.