Goðasteinn - 01.03.1972, Page 33

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 33
Pálmar Jónsson, Unhól: Frá liðinni tíð HVAÐ VAR Á FERÐ 1 HÓLSÁ? Óþekktar skepnur eða fiskar sáust í Hólsá á árunum 1930-1933. Þá rann Þverá út í Hóisá. Það var í júnímánuði í blíðuveðri, sem ég var staddur við flutninginn og ætlaði að fara að flytja fólk yfir ána, var kominn á undan því að ánni og settist á bát, sem hvolfdi þar. Heyri ég þá skvett í ánni og lít við. Sé ég þá óvana- lega stóran boða við austurbrotið í aðalálnum á móts við mig á á að gizka þriggja tii fjögra álna dýpi. Um leið kemur upp úr vatninu eitthvað dökkleitt, að ég ætla 5-6 álnir á lengd og hálf- önnur alin á hæð og á sömu andrá birtist annað, eins að útliti cn helmingi minna. Þarna voru þessar skepnur, eða hvað sem það nú var, að velta sér í vatninu sitt á hvað í 5-6 mínútur. Orsakaði það öldugang svo mikinn, að ekki hefði verið gott að vera á smá- bát þar nálægt. Nú var fólkið, sem ég ætlaði að ferja, komið. Það hætti við að fara yfir að sinni og var sent heim að láta vita, hvað sæist á ánni. Heiman frá Unhól komu 3 menn, og fórum við á stórum pramma austur yfir ána og urðum þá einskis varir. Ekki höfðu þessar skepnur áður sézt tvær saman. Hólsá var mikið vatnsfall, meðan Þverá lá í hana, dýpi mikið og breidd um 160 faðmar. Man ég eftir, að eitt sinn er ég ferjaði þarna yfir, var sund á hestum landa á milli. Þetta, sem sást á ánni, tel ég hafa verið einhverja fiska úr sjó. Það mun hafa verið sama ár, um mánaðamótin júní og júlí, að Guðjón bróðir minn ferjaði fólk austur yfir Hólsá. Nokkrir hestar voru með í förinni. Þegar komið var austur í miðja á, Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.