Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 38
stað, scm ég átti að koma á. Ég var alveg á réttri leið, en ekkert
sást frá sér fyrir þoku og rigningu og ofsarok fylgdi með.
Einu sinni vorum við Gunnar frá Tobbakoti að gera við bát við
Þóristungnaflutning og áttum að sofa í kofa í Byrgistorfum, hin-
um megin við Kvíslina. Það var norðanbál og frost. Þegar við
komum að kofanum, var norðurveggurinn dottinn. Við fórum að
hressa hann upp með steinum og höfðum poka fyrir dyrum. Gæru-
skinn höfðum við með okkur og ábreiðu. Svefnpokar þekktust þá
ekki né kuldaúlpur.
Ekki gátum við hitað fyrir roki og um svefn var ekki að ræða.
Kofann urðum við að gera okkur að góðu; okkur hafði verið sagt,
að óþarfi væri að fara með tjald. Skyldi hafa verið gist í kofanum
síðan? Daginn eftir fórum við að Tungnárflutningi að gera við
báta og gistum þar í ágætum kofa.
FERJUMAÐUR Á HÓLSÁ
Einu sinni sem oftar, ferjaði ég Guðmund Jónsson frá Ytra-
Hól yfir Hólsá. Það var sunnanrok, mikill jakaburður og skarir
út á hyl. Allt gekk vel austur yfir, en á leiðinni til baka, vissi
ég ekki fyrr til en allt var fullt af jökum umhverfis bátinn. Hann
kastaðist til og frá í veðurofsanum og það brakaði í hverju tré,
þó ég reyndi að verja hann. Ekki var hægt að koma fyrir árum,
broddstafurinn var mín eina vörn. Að lokum komst ég út úr
þessari þröng, báturinr, var aðeins ársgamall og það varð mér
til lífs.
Guðmundur sagði mér seinna, að hann væri búinn að sjá margt
til sjós en aldrei verið virkilega hræddur um mannslíf fyrr en nú.
Hann stóð á bakkanum austanmegin og fylgdist með ferð minni.
Mér feilur það seint úr minni, að það var bankað hjá okkur
í Unhól um hánótt í sunnan-ofsaveðri. Þar var kominn Tyrfingur
frá Tungu, búinn að elta Helga Jónasson lækni frá Stórólfshvoli
og að Búð. Þverá rann þá vestur. Ofsahæð var í ánni og ónýtar
skarir út á hyl. Tyrfingur þurfti að komast heim, austur yfir Hólsá
til að ná í hesta út að á um morguninn. Ég man eftir því, að
móðir mín, Katrín Kristjánsdóttir, bað guð að hjálpa sér, þegar
hún vissi, hvað til stóð.
36
Goðasteinn