Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 22

Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 22
gerðum, þar sem Hólmfríður kemur við sögu og fram koma í bréfabókum biskupa og öðrum frumskjölum. Það mátti víst til sanns vegar færa, að Hólmfríður ríka hafi verið lögfróð, ella hefði henni ekki verið falið fjárhald og forsjá bróðurbarnanna, en auð- ur var mikill í garði Vigfúsar Erlendssonar lögmanns. Eftirtektar- vert er það, að Hólmfríður átti (sbr. fornskjal) lögbókina, sem síðar lenti vestur að Staðarhóli og nefndist Staðarhólsbók. Bók þessi hefir verið séreign Hólmfríðar og hefir tilheyrt ætt hennar. Bókina hefði með fullum rétti mátt kenna við Stóradal. Eyjólfur Einarsson jungherra sótti sér konu norður á biskups- setrið á Hólum og fékk Helgu dóttur Jóns biskups Arasonar, og er kaupmálabréf þeirra, sem enn er til, dags. á Hólum næsta sunnudag eftir Mikaelsmessu 1531. Var það eigi neitt smáræði, er Eyjólfur taldi sér til giftingar eða 600 hundraða í jörðum og gaf Helgu fjórðungsgjöf, en biskup taldi dóttur sinni 300 hundraða. Eyjólfur, sem hafði sýsluvöld í Skaptárþingi, átti úr vöndu að ráða, er jón biskup vildi fá hann til að fanga Jón prest í Skálholti 1549, og myndi eigi hafa staðið á Eyjólfi, sem var tengdaföður sínum jafnan trúr, hefði hann séð þess nokkurn kost að framfylgja því. Árið 1551 skrifaði sjálfur Kristján konungur II. Eyjólfi ásamt fleiri höfðingjum að taka Jón biskup höndum. Þessu konungsboði hefði Eyjólfur varla gegnt, því að aldrei brást hann tengdaföður sínum, enda þótt vissa ætti hann reiði konungs. Eyjólfur var dæmdur í fjárútlát fyrir að hjálpa Erlendi hálfbróður sínum, er Ögmundur biskup hafði fyrir sökum. Sagt er um Eyjólf, að hann hafi verið uppvöðslusamur í æsku og framgjarn en raungóður og tryggur vinum sínum. Eyjólfur Einarsson átti í sífelldum útistöðum við Ögmund biskup og hefir eigi viljað beygja sig fyrir biskupsvaldinu. Bænda- kirkjur voru bæði í Dal og á Höfðabrekku og kærði biskup kirkju- bóndann, Eyjólf, fyrir að hafa ekki búið að kirkjunum sem skyldi. Eyjóifur lögmaður hafði gefið Dalskirkju, sbr. máldaga 1491-1518, hálfa Syðstu Mörk og hálfan Sauðhúsvöll. Höfðabrekkukirkju er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar. Máldagi Ólafskirkju á Höfðabrekku, sem Jón biskup Indriðason setti, er frá 1340-1352 en þá átti kirkjan Ólafslíkneski. 20 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.