Goðasteinn - 01.03.1972, Side 32

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 32
hlöðurnar, en þær voru tvær og báðar í austurenda húsagarðsins. 1 húsagarðinum var hlaðið úr heyi þegar svo mikils var aflað. Önnur hlaðan var kringlótt með toppmynduðu þaki og nefnd Strympa. Var hún einkum fyrir úthey en aðalhlaðan var járn- varin og höfð fyrir töðu, sem ætluð var kúnni. Báðar voru hlöð- urnar niðurgrafnar. í vcsturenda húsagarðsins var heygarður til- heyrandi jarðeiganda og var þar jafnan hlaðið úr heyi. Vestan við bæinn á Kársstöðum var hin svo nefnda Bænhústótt. Auðsætt var það hverjum, að þar var um að ræða vallgróna rúst af bæ með húsagarði en ekki rúst af einstöku húsi. Ekki er þess mér vitanlcga getið í heimildum, að á Kársstöðum hafi verið bænhús. Nafnið getur hins vegar ekki verið gripið úr loftinu, en sýnist mér benda eindregið til þcss, að þar hafi bænhús verið. Hefur það því að líkindum verið hús til bænahalds fyrir heimilis- fólk og tilheyrt ábúanda jarðarinnar. í túninu sá víða fyrir fornum garðlögum, en svo er raunar víða í Landbroti. Meðal annars liggur eitt slíkt garðlag austur eftir hæðunum suður af bænum. Aldur þessara garðlaga er í sjálfu sér ærið rannsóknarefni. Kunn er sögnin um byggð í Skjaldbreið, Bjarnagarð og traðirnar, sem lágu vestur fyrir hann. 111 u heilli eru nú rústir þessar horfnar. Grasi gróin hólbunga þckur þær nú og bæinn minn þarna. Spillt er þeim möguleika, sem áður var til þess að grafast fyrir aldur rústanna fornu og þar með sögu byggðar á þessum stað. Nútíma tækni eirir engu og með þarflausri ásælni í smámuni, sem fjárhagslega gera hvorki til eða frá, er í hugsunarleysi spillt minjum um verk feðranna.- Okkur hættir um of við að gleyma því að það, sem okkur kann að sýnast lítils virði, kann af síðari tíma íslendingum að verða mikils metið. Ætti í þessu sambandi að vera nóg að hugleiða nokkuð sögu og örlög okkar frægu handrita. Margar bæjarrústir í Landbroti hafa sætt sömu meðferð og Bænhússtóttin. Nokkrar eru þó eftir óhreyfðar og allfornar. Um sumar þeirra vita fáir. Náttúran sjálf sér um að breiða yfir mannanna verk. „Það grær yfir allar grafir“ og tíminn spinnur sinn þráð. 30 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.