Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 8
varanlegt rafmagn fékk Kaupfélagið fyrst með lagningu háspennu-
línu frá Sogsstöðvunum í ágúst 1948. Voru þá ljósavélar og vind-
rellur lagðar til hliðar fyrir fullt og allt á þessum slóðum.
Rekstur Kaupfélagsins 1944 gekk vel og var tekjuafgangur tals-
verður sem árin áður. Ákveðið var 1945 að lcaupa gamla íbúðar-
húsið á Stórólfshvoli af Helga Jónassyni, því að þá hafði verið
reistur læknisbústaðurinn þar. Var gamla húsið flutt á Hvolsvöll
og endurbyggt til afnota fyrir starfsfólk Kaupfélagsins. Þá sam-
þykkti stjórn félagsins að lagðar skyldu fram kr. 60 þúsund á
móti nokkrum öðrum aðilum tii að byggja samkomu- og veit-
ingahús á Hvolsvelli. Aldrei varð þó úr þeim framkvæmdum,
því að samvinnan fór út um þúfur, en Kaupfélagið hóf sjálft að
byggja árið eftir hús til mötuneytis- og veitingareksturs og var
það í notkun þar til félagsheimilið Hvoll tók til starfa árið 1960.
Svo sem fram hefur komið, voru þrjú kaupfélög starfandi í
Rangárþingi á þessum árum, Kaupfélag Hallgeirseyjar á Hvois-
velli, Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk og Kaupfélagið Þór á
Hellu. Hin tvö fyrst nefndu voru bæði samvinnukaupfélög og því
eðlilegt að með þeim væri nokkurt samstarf, enda hagsmunir
sameiginlegir og einnig keppinautar, Kf. Þór og fleiri viðskipta-
aðilar. Nokkrar umræður höfðu orðið um það manna á meðal,
að nauðsyn bæri til að efla samstarf kaupfélaganna á Hvolsvelli
og Rauðalæk og höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar í þeim til-
gangi. Verulegur skriður komst svo á málið, er stjórnir, fram-
kvæmdastjórar og endurskoðendur beggja félaga héldu með sér
fund á HvoJsvelIi hinn xo. nóv. 1945 til þess að ræða aukið sam-
starf og hugsanlega sameiningu félaganna. Urðu umræður miklar
um málið og niðurstaða fundarins sú, að staða félaganna mundi
styrlcjast við sameiningu og halda bæri áfram athugunum á því,
hvort af henni gæti orðið og þá hvernig hún mætti gerast. Var
kosinn einn maður ásamt varamanni í nefnd til að halda athug-
unum þessum áfram. Frá Kf. Hallgeirseyjar var kosinn Sigurþór
Ólafsson og Sveinbjörn Högnason til vara, en frá Kf. Rangæinga
Ólafur Ólafsson í Lindarbæ og Isak Eiríksson í Ási til vara.
Tók nefndin fljótlega til starfa.
I ársbyrjun 1946 varð Kf. Hallgeirseyjar fyrir allmiklu áfalli
6
Goðasteinu