Goðasteinn - 01.03.1972, Side 68

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 68
ýtum í Drottins nafni“, cn sem menn eru að fara uppí, þá kernur ólag og slær skipinu flötu uppí sandinn. Ýting var endurtekin aftur og aftur og skipinu sló upp aftur og aftur en hvað oft, veit ég ekki, víst heldur aldrei talið, en smátt og smátt barst skipið vestur eftir fjörunni, að Eystra-Þrándarholti eða um 50 faðma. Þá segir Björn Björnsson formaður við hinn formanninn, Jóhann Magnússon á Brunnum: ,,Nú skulum við hætta, Jóhann, og setja skipið upp, því ég sé, að við eigum ekki að komast á sjó í dag.“ Eitt er víst og öruggt, að báðir þessir menn voru mjög miklir sjósóknarar, þrekmenn og hetjur miklar, Jóhann talinn afrenndur að afli og Björn meira en í meðallagi sterkur, svo ekki hefur verið gefizt upp fyrr en í fulla hnefana. Formennirnir líta nú út á sjóinn til skipsins, sem úti var, og sjá að því er róið knálega til lands. Þeir settu skipið upp í naust og búa sig til að taka á móti hinu skipinu. Þeir vaðbundu helm- inginn af mönnunum, sem voru í fjörunni, fimm eða sex, og jafnmargir héldu í þá. Nú er Halldór að koma rétt inn að landsjónum og stanzar þar ögn. Sýnist honum þá vera að koma lag. Hann kallar til háseta sinna: „Reynum við þá að róa í Drottins nafni“, og sem menn- irnir byrja að róa landróðurinn, þá afturkallar Halldór. Eftir Iítinn tíma kallar hann lag í annað sinn og afturkallar í annað sinn og segir: „Ég held ég ætli ekki að fá hik með ykkur, piltar.“ Er þá sagt, að ungur maður á skipinu hafi kallað vel hátt: „Jú, víst, víst.“ Á næsta lagi kallaði Halldór svo lag í þriðja sinn, og reru þá allir lífróður. Sögðu þeir, er voru í landi, að mjög hefði lagið verið tvísýnt og hefði landsjórinn brotnað undir miðju skipinu uppi í vanalegri skiptifjöru, þar sem vanalegt var að skipta fiski, áður en byrjað var að setja skip frá sjó. Mönnum, sem þarna voru við og sögðu mér þessa sögu, bar saman um, að svo hefði skipið risið hátt á framendann, að tals- vert af fjörumöl hefði sópazt inn í það á annan framkinnunginn, inn í barkann. Skipinu skilaði mjög vel upp í fjöru, líka mjög rösklega tekið á móti því. Skipshafnirnar leiddu skipið mjög rösklega milli sín upp í hróf sitt, sem var uppi á háfjörukambi. Þeir hvolfdu því í skyndi, báru grjót í festina, sem var yfir 66 Godaste'mn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.