Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 77
„Jú, það vona ég að verði,“ svarar Guðjón, „því ég hef einmitt
hugsað mér að heimsækja þig í vor, þegar ég kem frá sjónum."
„Vertu velkominn á heimilið mitt, en þú munt ekki sjá mig þar,“
segir Sigurður. Fór svo hvor sína leið, Sigurður heim, en Guð-
jón siglir til Suðurnesja að fáum dögum liðnum.
En þegar Guðjón kemur heim, rétt fyrir eða um vetrarvertíðar-
lokin, fær hann þá sorglegu fregn, að fyrir nokkrum dögum hafi
Sigurður í Hjörscy drukknað við fimmta mann.
Rétt eft.tr ofannefnt sjóslys, ég man ekki, hvort frétt um það
var komin að Álftárósi eða ekki, dreymir mömmu mína, að Sig-
urður í Hjörsey kemur inn að rúmi þeirra hjóna, foreldra minna,
og biður þau að lofa sér að vera hjá þeim. Var það mál auðsótt,
því mikil vinátta var með þeim Hjörseyjar hjónum, Guðrúnu
Kristjánsdóttur og Sigurði, og foreldrum mínum. Þegar Sigurður
hafði fengið jákvætt svar við erindi sínu, hvarf hann.
Þá er þetta skeði, gekk mamma með barni, komin langt á leið,
og 17. maí - en Sigurður drukknaði þann 1. s. m. - ól hún dreng,
er var látinn heita Sigurður, skírður sama daginn og nafni hans
var jarðsettur.
17. des. 1962.
„Ég vil ekki hafa þetta bein ofan á mér“
Nálega í hvert sinn, sem tekin er gröf í gömlum kirkjugarði, kcm-
ur upp meira eða minna af beinum. Það mun hafa verið vorið
1916, að jarðsett var í Álftártungu á Mýrum lík aldraðs manns,
er Einar hét, Sigurðsson. Rétt eftir jarðarförina dreymir - mig
minnir oftar en einu sinni, þori þó ekki að fullyrða það - ung-
lingspilt, sem var í Álftártungu, að Einar kemur til hans og segir:
,,Ég vil ekki hafa þetta bein ofan á mér.“ Að gefnu þessu til-
efni var farið að athuga leiði Einars. Kemur þá í ljós, að ofan á
því liggur bein, sem láðst hafði að láta fara með moldinni þegar
mokað var ofan í gröfina. Var nú beinið grafið ofan í leiðið, og
hulið vel moldu. Þetta virtist gamli maðurinn láta sér lynda, því
enga umkvörtun út af beininu gerði hann eftir það.
9. febr. 1963.
Goðastemn
75