Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 33
var gott, að þú komst, því ég hef alltaf verið að hugsa um að
skrifa þér út af því, sem kom fyrir mig nýlega.“
Hún sagðist vera dálítið dulræn og sjá það, sem aðrir sjá ekki,
1 því ástandi, sem miðlar nefna trans eða dáleiðslu. Henni sagðist
þannig frá: ,,Ég var ein í herberginu mínu og fann, að ég var að
komast í miðilsástand. Þá opnast dyrnar og inn kemur virðulegur
öldungur í fornmanna búningi. Hann settist á rúmið hjá mér og
gerði mér skiljanlcgt hver hann væri. Þetta var Snorri Sturluson.
Þá opnast dyrnar aftur og inn kemur maður í fornmanna bún'ngi,
ungur og svo glæsilegur, að ég minnist ekki að hafa séð glæsilegri
mann, og mér dettur enginn annar í hug en Höskuldur Hvítanes-
goði og lét hann skilja það. Hann tók þessu ekki nógu vel. Þá
sagði Snorri: „Hann þekkir ekki þetta nafn, því ég nefndi hann
þetta fyrstur.“ Eftir þetta hurfu þeir út úr herberginu.“
Þetta þarf nú ekki mikillar skýringar við.
Höskuldur er nefndur Höskuldur Þráinsson í Njálu, þar til
Snorri Sturluson gefur honum þetta viðurnefni, Hvítanesgoði,
þegar hann skrifar Njálu. Hann er ekki heldur sá eini af Njálu-
mönnum, sem ekki mundu kannast við nafnið sitt, eða hvað um
Njál? Það hefur enginn nefnt hann Brennu-Njál nema Snorri.
Njála endar á orðunum: ,,Og lýk ég þar Brennu-Njáls sögu.“ 1
Snorra-Eddu stendur við eina vísu: „Ems og Brennu-Njáll kvað.“
Þarna höfum við það svart á hvítu, enginn hefur nefnt hann þetta
nema Snorri.
Tökum svo ættartöluna á bls. 69 í Fornritaútgáfu Njálu, en þar
segir: Bróðir Valgarðs hins gráa var Úlfur aurgoði, sem Odda-
verjar eru frá komnir. Úlfur aurgoði var faðir Svarts, föður Loð-
mundar, föður Sigfúss, föður Sæmundar fróða, en frá Valgarði er
kominn Kolbeinn ungi.“ Því má skjóta hér inn í, að Svartur átti
Helgu í Odda, Þorgeirsdóttur, og hefur þannig komist að Odda-
landi, og þar efldust niðjar hans svo, að þeir urðu ein mesta höfð-
ingjaætt landsins. Fyrir daga Jóns Loftssonar var Sæmundur fróði
þeirra langfrægastur.
Hvernig víkur því við, að ættin er ekki rakin lcngra í Njálu?
Hefðu nú prestar á 13. öld skrifað Njálu, mætti ætla, að þeir
hefðu rakið ættina til Jóns Loftssonar og Páls biskups. Það ligg-
Godastevm
31