Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 90

Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 90
lönd, sem hann áður hafði ríkt yfir, en það er allt önnur saga. Sem dæmi um samband Margrétar drottningar og Eiríks konungs og stöðu hans gagnvart þessari ráðsnjöllu og bráðduglegu konu skulu hér tilfærðar setningar úr skriflegum leiðbeiningum, sem hún lét hann hafa, er hann var 23 ára fór í embættiserindum til Noregs. Þar segir, að hann skuli gæta þess vel að vera þolin- móður og umburðarlyndur gagnvart öðrum. Verði honum boðið til veizlu, skuli hann þekkjast það. Verði honum gefnar gjafir, skuli hann þiggja þær með þakklæti. Hann skuli kynna sér öll málefni ríkisins gaumgæfilega, en sneiða vendilega hjá þvi að taka ákvarðanir. Sérstaklega skuli hann forðast að skrifa bréf, en verði það óhjákvæmilegt, skuli hann láta rita þau á pappír, en ekki hið lögmæta pergament. Hann skyldi ætíð, að svo miklu leyti sem kostur væri, skjóta því á frest að ákveða nokkuð endanlega og segja þá, að hann biði eftir áliti drottningarinnar, móður sinn- ar, á málinu, því að vér, segir í niðurlagi bréfsins, þekkjum betur til málanna en hann. Á síðustu æviárum sínum lenti Margrét í styrjöld við greifana í Holtsetalandi um yfirráðin í Slésvík. Með alkunnri lipurð sinni tókst henni að ná það hagstæðum samningum að hún fékk yfir- ráð yfir öllu landi suður til Flensborgar. Að loknum sigri og hyll- ingarhátíð í Flensborg dvaldist drottning á skipi sínu úti á firð- inum. Þar veiktist hún og andaðist 24. októbcr 1412, tæplega scxtug að aldri. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Sorö samkvæmt eigin ósk, en síðar voru jarðneskar leifar hennar fluttar til Hróars- keldu, þar sem mynd hennar, höggvin í gráan marmara, hvílir ofan á svartri kistunni á sérstökum heiðursstað í þessari forn- frægu og virðulegu dómkirkju. Or köldum marmaranum lýsir svipmót hennar enn þann dag í dag af festu og myndugleik en jafnframt kvenlegri hlýju og mildi, sem var svo mjög einkennandi fyrir líf hennar, störf og stjórn í hinu víðlenda, norræna ríki hennar. 88 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.