Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 89

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 89
eins staðfesting á stöðu Eiríks af Pommern sem sameiginlegs kon- ungs Norðurlandanna allra og Margrétar sem hins raunverulega stjórnanda í nafni hans. Aldrei hefur verið úr því skorið, hvers vegna svo fór, að sameiningarskjalið strandaði á miðri leið, þótt mikið hafi verið um þetta skrifað og fjölmargar skýringar og get- gátur komið fram. En þótt svo færi að ekki væri myndað fullkomlega formlegt norrænt stórríki, hélt Margrét verki sínu ótrauð áfram og stjórn- að Norðurlöndum sem einni heild, og Kalmarsambandið var raunverulega til í vitund fólks. Danmörk taldi hún alltaf vera aðallandið í sambandinu, enda var þar þéttbýlast og fjölmenni mest. Að verulegu leyti skipaði hún heimamenn í embætti, en oft voru þá danskir menn sendir til Noregs og Svíþjóðar, heimamönn- um til mikillar gremju. Hún ferðaðist mikið um lönd sín og fylgd- ist vel með því, sem var að gerast. Yfirleitt stjórnaði hún af festu og skörungsskap, svo að jafnvel sjálfráðir stórbokkar í röðum sænskra aðalsmanna urðu að beygja sig fyrir henni. Vegna ein- beitni sinnar og hörku og þungra skatta, varð hún aldrei bein- línis vinsæl í löndum sínum, nema þá helzt í Danmörk. En hún var virt og mikils metin, og menn báru traust til hennar. Ein stétt manna, klerkastéttin, hafði þó sérstöðu og dáði Margréti mjög og studdi áform hennar, enda var hún kirkjunni og þjónum hennar afar hliðholl alla tíð. Margrét drottning fór sínu fram og stýrði löndum sínum af dugnaði, án tillits til stundarhagsmuna og vinsælda. En þrátt fyrir það, kom aldrei til uppreisnar gegn henni, svo sem algengt var bæði hjá fyrirrennurum hennar og eftirmönnum. Segir það sína sögu og ber gáfum hennar, hæfileikum og stjórnvizku fagurt vitni. Mun því hiklaust óhætt að skipa henni á bekk meðal snjöllustu og víðsýnustu þjóðhöfðingja liðinna alda. Hún hélt áfram að stjórna löndum sínum, meðan henni entist ævin. Og þótt Eiríkur konungur yrði myndugur, breytti það litlu, því að hún réð áfram öllu, sem nokkru máli skipti og vegnaði þá Eiríki vel. Það var ekki fyrr en eftir hennar dag, sem þessi ógæfusami konungur byrj- aði þann vandræðaferil, sem lauk með því, að þegnar hans ráku hann frá ríkjum. Gerðist hann þá sjóræningi og herjaði á þau Goðasteinn 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.