Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 11
Er þá skipið sett á flot með hröðum handtökum, en formaður og
bitamaður ýta á eftir og baka skipið. Komið gctur fyrir, ef dráttur
er í sjó, að aldan ýti skipinu til baka. Er þá kallað að því slái
upp. Verður þá að byrja á nýjan leik.
Þcgar komið er út á legu, taka sjómenn ofan höfuðföt sín og
biðja sjóferðamannsbænina. Að því loknu er haldið á mið.
Dæmi voru þess, að einn maður stafnsetti litla kænu, sem not-
uð var við veiðiskap á vatni. Sumir kölluðu þetta að stafnflytja.
Bitamaður er ráðgjafi formanns í sjóferðum. Þótti virðing að
vera kjörinn tii þess starfs. En úrslitavald hafði formaður jafnan.
Framan við barka í skipi er svonefnd krús, mátulega stór fyrir
krakka til að sitja í og var oft notuð þannig, þegar skip stóð uppi
á þurru landi. Sumir nefndu þetta grús. Undir sæti formanns
aftur í skut var afþiljað hólf. Þar var hægt að stinga í trefli og
vettlingum, einnig sjóbita og sýrudrukk. Faðir minn, sem lengi var
formaður, hafði alltaf í þessu hólfi litla skaröxi, meðan setið var
á sjó.
Kolluband nefndist langur kaðall, sem var festur innan í stefni
skips við sveran járnhring. Það var hringað upp í krúsinni. Kollu-
bandsmaður átti sitt rúm í barka, en sjá mátti hann með kollu-
bandið sitja klofvega á stefninu í landróðri. Hann hljóp með
bandið upp í fjöruna, þegar skipið tók niðri. Veitti ekki af, að
þar færi vaskur drengur með vænan spotta, ef vondur var sjór.
Kolluband heyrði ég nefnt fangalínu, en ekki algengt.
Dragreipi voru liðlegir kaðlar. Með þeim voru dregin segl að
hún. Segl á áraskipum voru úr þykku boldangi. 1 þau voru festir
með vissu millibili grannir spottar, sem nefndust stög. Ef segl
voru uppi og stormur færðist í aukana, voru seglin rifuð. Það var
gjört með þeim hætti, að stögin voru bundin saman tvö og tvö.
Kom þá feiling í seglið svo dró úr hraða skipsins. Á stefni skips-
ins að framan var fest lárétt stöng, bugspjót (útleggjari). Við það
var bundinn fokkustrengurinn.
Stundum var móti falli og vindi að sækja, er róið var í land.
Um það voru notuð orðin að berja og barningur. Til uppörv-
unar heyrðist sagt: „Ætli við merjum það ekki.“
Dæmi voru þess, að sjóveikum manni væri strítt með því á
Goðaslehvi
9