Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 19

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 19
Smœlki Karlinn sagði: „Ef ég þyrfti aldrei að éta og aldrei að sofa, gæti ég citthvað dálítið duðrað.“ Hónefur var lýsingarorð um skrýtinn karl, en orðið hór var annars alþckkt um krókinn, sem ketillinn hékk í yfir hlóðaeld- inum. Ef kulvís maður gengur í keng, er sagt, að hann beri í krók- unum. „Að snúast eins og erill í bráðveðri,“ er sagt um mann, sem snýst um sjálfan sig og „hefur gleymt vitinu á veggnum." Erill er sama og vindrella Orðtakið „að gleyma vitinu á veggnum“ var notað um fljóthuga mann, sem æddi um og hafði gleymt erindinu. Höfðingjaborð er á kaffibolla, ef hann er ekki alveg fullur. Fannst sumum það bera vott um nísku. Spóalap nefndist þunnur grautur. Ónýtt kaffi átti einnig sín nöfn: skjávatn, skýjaskol, náskol, stúthland, blábuna. „Hvort er nú betra, Brúnn eða Rauður,“ segir sá, sem á tveggja kosta völ. „Ég sting því í fikka minn,“ segir sá, scm á tveggja kosta völ. „Ég sting því í fikka minn,“ segir sá, sem þarf að halda á einhverju smávegis og stingur því í handarkrikann. Aðrir taka svo til orða, er þeir hafa trúað náunganum fyrir því, sem fáir mega vita: „Og stingdu þessu nú í fikka þinn.“ Ef ráðagjörð fer út um þúfur, er sagt í háði: „Það hefur þá orðið skítur úr öllum hrognunum hjá þeim.“ Ef maður liggur aftur á bak og sefur með hrotum, er sagt hann skeri hrúta, en ef hann situr á stóli með höfuð niður á bringu og sefur og snörlar í nefi hans með rykkjum, er það nefnt að rota rjúpur. Orðtakið hörðustu háttamál var notað um það, er of seint þótti að fara að hciman eða of seint þótti að byrja á óunnu verki. Við krakka, sem erfitt var að koma í rúmið, var sagt: „Verið ekki að doska við þetta, það eru komin hörðustu háttumál.“ Um mann, sem ekki komst leiðar sinnar í tæka tíð, var sagt: „Sá bítur illa á brisið.“ Þctta gilti einnig, ef maður misreiknaði sig í einhverju og varð leiður yfir. Goðasteinn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.