Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 30
Helgi Haraldsson,
Hrafnkelsstöðum:
Séð
til fortiðar
Med kveðju tiL Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur
í fyrra hefti Goðastcins 1973 fékk ég mjög ánægjulega kveðju
frá Aðalheði Bjarnfreðsdóttur. Sagði hún mér þar draum sinn.
Draumurinn snertir efni, sem ég hef brotið heilann um í nokkra
áratugi, gátuna um það, hver hafi skr'fað mesta listaverk okkar,
Njálssögu. Var draumurinn mér kærkominn.
Um höfund Njálssögu er ég kominn að fastri niðurstöðu fyrir
sjálfan mig, cn meira þarf til. Hafi umræðurnar, sem ég hef
vakið um þetta cfni, þó orðið til þess, að konu frá söguslóðum
Njálu fer að dreyma höfundinn, þá er mér það óblandin ánægja,
og cr sjálfsagt að þakka skeyt'ð.
Það á ég samciginlegt með Aðalheiði að hafa trú á draumum,
og hefur mig oft dreymt það, sem mér hefur reynzt ómetanlegt,
þótt ekki verði hér rakið. Drauminn rek ég hér til hægri verka
fyrir þá, sem ekki hafa Goðastein við hendina: „Mig dreymdi,
að t‘l mín kæmi draummaður minn og tók mig með sér. Við stað-
næmdumst við bæ, þar sem landslag var mér ókunnugt, cn eft.tr
því mikla undirlendi, sem var allt um kring, finnst mér endilega
28
Goðasteimi