Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 31
að hér sé um Suðurland að ræða. Ég veit, að þarna er höfuðból,
en við eigum ekki erindi við húsbændur, heldur göngum til ein-
hverskonar afhýsis, sem var þar áfast v'ð bæinn, nokkuð áþekkt
og hér tíðkaðist lengi.
Eg vissi í draumnum að ég var stödd í horfinni tíð. Maður geng-
ur inn, góður meðalmaður á hæð, herðabreiður en grannvaxinn
að öðru leyti. Höfuðið nauðrakað, enda er maðurinn í munka-
kufli, gráum og óbragglegum. Ennið var hátt, nokkuð hrukkótt.
Andlitið langt, hakan nokkuð oddhvöss, örlítið skökk, vísað‘ til
vinstri. Maðurinn gekk að skrifpúltinu og tók að skrifa. Öðru
hverju leit hann upp eins og hann væri að hugsa. Ég horfði þá
í augu hans, þó ég vissi að hann sæi mig ekki. Hann hafði óvenju
falleg augu, djúpblá og gáfuleg, og brá öðru hverju fyrir í þeim
kímniglampa. Ég fer að ókyrrast og veit ekki til hvers ég er þarna.
Þá segir fylgdarmaður minn: „Þetta er höfundur Njálu.“ Við það
vaknaði ég.“
Nú er best að leyfa Aðalheiði sjálfri að gera sínar ályktanir um
draum þennan, áður en ég fer að ráða hann, og eru þær á þessa
leið: ,,Ég hef aldrei brotið heilann um, hvcr væri höfundur Njálu.
. . . Síðan mig dreymdi drauminn held ég með sjálfri mér að höf-
undurinn hafi verið fátækur listamaður, sem einhver bubbinn léð‘
húsaskjól til að skrifa eitt af ódauðlegustu listaverkum heims-
bókmenntanna. Ég hef ckki komið að Odda og veit ekki, hvort
landslagið í draumnum á við þann stað, en vel gæti það ver‘ð.“
Nú ætla ég að ráða drauminn. Við skulum svo ræða fleira um
þessi mál á eftir. Þá skulum við gera ráð fyrir, að þarna hafi
draummaðurinn sýnt þér þann mann, sem fyrstur hóf að skrifa
Njálu. Ég efa ekki, að það sé sá maður, sem fyrstur lærði bóka-
gerð í Rangárþingi, sjálfur Sæmundur fróði. Þú hefur ver‘ð á ferð
í Odda og séð Sæmund fróða. Ekki að undra, þó hann væri eilítið
glettnislegur á svipinn.
Þú verður að gera þér ferð að Odda og vita, hvort ekkert þar
minnir þig á það, sem þú sást í draumnum.
Þeir tveir menn á íslandi, sem fyrstir læra bókagerð, eru auð-
v'tað Sæmundur í Svartaskóla í Frakklandi og Isleifur Gissurar-
son biskup, sem lærði í Þýskalandi. Það eru því aðeins þessir
Goðasteinn
29