Goðasteinn - 01.06.1974, Side 25

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 25
Lykt „Það eL' af honum hrceklykt,“ er sagt um hund. scm kemur inn blautur og hrakinn og hristir sig. Utilykt er moldareimur, sem leggur fyrir, þegar vorar og líf moldar er að vakna úr vetrardvala. Útilykt er einnig angan blóma °g trjáa, er þau standa í fullum blóma. Þá er til lokalykt, og þykir sá þefur vondur, er hann leggur 'nn göng. Hann boðar gestakomu og varla af betra tagi. jóhann í TjarnMkoti Það var á lestum um vorið, að menn úr Landeyjum fóru nokkrir saman á Suðurnes að sækja skreið. Voru þeir komnir út í Olfus an þess nokkuð bæri til tíðinda. Þar áðu þeir nálægt bóndabæ. Heitt var í veðri og þeir félagar þyrstir. Stingur einn þeirra upp á því, að þeir fari heim á bæinn og fái sér að drekka. Annar and- mælir því og segir: „Þangað þýðir ekki að fara, þar fær maður ekki annað en úldna sýru með ánamöðkum út í.“ Ræða fleiri um °g eru ekki sammála. Jóhann Jónsson bóndi í Tjarnarkoti var einn í hópnum. Býðst hann nú að fara heim á bæinn með vott með sér og vita, hversu til tækist. Sagðist hann ekki trúa því, fyrr en hann tæki á, að nokkur væri svo aumur að neita þyrstum manni um svaladrykk, en á bæ þennan hafði hann aldrei komið. Boði Jóhanns var tekið með ánægju. Gengur hann nú heim að bænum með öðrum manni. Jóhann ber þar að dyrum. Húsfreyja kemur til dyra og heilsar Jóhann henni með stórum kossi og svo- felldum orðum: „Sæl og blessuð, og gefðu mér nú að drekka, og hafðu það eins gott og í fyrra.“ Húsfreyja hýrnar við svo góða kveðju, víkur sér inn í búrið og kemur að vörmu spori með ný- mjólk í fötu og býður þcim að drekka. Þeir tóku drykknum tveim höndum og drukku lyst sína. Þökkuðu þeir góðan greiða með virkt- um og héldu svo hælavakrir til félaga sinn. Höfðu þeir skyggt hönd fyrir auga og séð, hvað fram fór á bæjarhlaði. „Hva sagði ég ekki, piltar," sagði Jóhann og leit kíminn til fé- laga sinna um leið og hann skálmaði til hesta sinna og fór að leggja á þá. Hva var máltak hans. Leið þeirra lá framhjá sama bæ í heimleið. Tók Jóhann þá Godastcinn 23

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.