Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 61

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 61
Vcit ég ekki til, að þeim hafi nokkurn tíma verið þakkað fyrir það opinberlega. Eftir að ég fluttist í Rangárvallasýsluna, kynnt- ist ég höfðingsskap Rangæinga af eigin raun. Erfiðieikarnir héldu áfram, og eftir því sem leið á veturinn, fór heyforðinn ört minnkandi. Fóðurbætir var helst ófáanlegur þó að verslanir í Vík reyndu að ná í rúgmél, var hafnleysið þar til fyrirstöðu. Þá voru Skaftfellingar nýlega búnir að eignast flutn- ingabátinn Skaftfelling og hjálpaði það mikið til að nálgast vörur frá Reykjavík, en báturinn varð oft að bíða með vörurnar lang- tímum í Vestmannaeyjum vegna hafnleysis í Vík. Og þá sjaldan fóðurbæti var að fá voru erfiðleikar að flytja hann. Ekki var um annan flutning að ræða en á reiði.ngshestum og þeir fáir þá orðnir heima, en allt var gert til að halda lífinu í þeim fáu skepnum, sem menn voru með, í þeirri von, að upp úr öskunni kæmist vor- gróðurinn. Alltaf var vitað, að ekki kæmi kúahagi fyrri en komið væri langt fram á vor. Þegar kom fram undir sumarmál voru hey hjá mörgum á þrotum. Fór þá Gísli Sveinsson að leita eftir því hjá Mýrdælingum, hvort þeir gætu tekið nokkrar kýr af Tungu- mönnum. Tóku þeir því mjög vel, þó að sumir þeirra hefðu ekki hey aflögu, en þó bættu þeir ýmsir á sig einni kú og minnkuðu heygjöf, sem þeir jöfnuðu upp með fóðurbæti. Var nú farið með 10-20 kýr úr Tungunni, og gekk vel að reka þær til Víkur, utan eina, sem þreyttist, þcgar komið var út fyrir Loðinsvíkur. Basl var dálítið að koma henni til bæja austur í Álftaver, en þangað var styst. Verður nú fljótt yfir sögu farið. Tíðarfar var frekar milt og segja má, að vorgróður kæmi snemma, þar sem öskulagið var grynnst, svo sem á lækjarbökkum, og þar sem runnið hafði úr bröttum brekkum, kom gróður mjög fljótt, og það hjálpaði sauð- fénaði. En þá komu líka mjög miklar hættur fyrir hann. Þegar askan fór að fjúka til, fylltust allir lækir af henni, þar sem straum- ur var ekki nægilega mikill til að flytja öskuna jafnharðan burt. Fórst því mörg sauðkindin þannig, að hún festist í lækjum og bleytuhvörfum. Aftur á móti gekk mjög .illa að koma hagi fyrir stórgripi. Goðastemn 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.