Goðasteinn - 01.06.1974, Page 61
Vcit ég ekki til, að þeim hafi nokkurn tíma verið þakkað fyrir
það opinberlega. Eftir að ég fluttist í Rangárvallasýsluna, kynnt-
ist ég höfðingsskap Rangæinga af eigin raun.
Erfiðieikarnir héldu áfram, og eftir því sem leið á veturinn,
fór heyforðinn ört minnkandi. Fóðurbætir var helst ófáanlegur þó
að verslanir í Vík reyndu að ná í rúgmél, var hafnleysið þar til
fyrirstöðu. Þá voru Skaftfellingar nýlega búnir að eignast flutn-
ingabátinn Skaftfelling og hjálpaði það mikið til að nálgast vörur
frá Reykjavík, en báturinn varð oft að bíða með vörurnar lang-
tímum í Vestmannaeyjum vegna hafnleysis í Vík. Og þá sjaldan
fóðurbæti var að fá voru erfiðleikar að flytja hann. Ekki var um
annan flutning að ræða en á reiði.ngshestum og þeir fáir þá orðnir
heima, en allt var gert til að halda lífinu í þeim fáu skepnum, sem
menn voru með, í þeirri von, að upp úr öskunni kæmist vor-
gróðurinn. Alltaf var vitað, að ekki kæmi kúahagi fyrri en komið
væri langt fram á vor. Þegar kom fram undir sumarmál voru hey
hjá mörgum á þrotum. Fór þá Gísli Sveinsson að leita eftir því
hjá Mýrdælingum, hvort þeir gætu tekið nokkrar kýr af Tungu-
mönnum. Tóku þeir því mjög vel, þó að sumir þeirra hefðu ekki
hey aflögu, en þó bættu þeir ýmsir á sig einni kú og minnkuðu
heygjöf, sem þeir jöfnuðu upp með fóðurbæti. Var nú farið með
10-20 kýr úr Tungunni, og gekk vel að reka þær til Víkur, utan
eina, sem þreyttist, þcgar komið var út fyrir Loðinsvíkur. Basl var
dálítið að koma henni til bæja austur í Álftaver, en þangað var
styst.
Verður nú fljótt yfir sögu farið. Tíðarfar var frekar milt og
segja má, að vorgróður kæmi snemma, þar sem öskulagið var
grynnst, svo sem á lækjarbökkum, og þar sem runnið hafði úr
bröttum brekkum, kom gróður mjög fljótt, og það hjálpaði sauð-
fénaði. En þá komu líka mjög miklar hættur fyrir hann. Þegar
askan fór að fjúka til, fylltust allir lækir af henni, þar sem straum-
ur var ekki nægilega mikill til að flytja öskuna jafnharðan burt.
Fórst því mörg sauðkindin þannig, að hún festist í lækjum og
bleytuhvörfum. Aftur á móti gekk mjög .illa að koma hagi fyrir
stórgripi.
Goðastemn
59