Goðasteinn - 01.06.1974, Page 90

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 90
lönd, sem hann áður hafði ríkt yfir, en það er allt önnur saga. Sem dæmi um samband Margrétar drottningar og Eiríks konungs og stöðu hans gagnvart þessari ráðsnjöllu og bráðduglegu konu skulu hér tilfærðar setningar úr skriflegum leiðbeiningum, sem hún lét hann hafa, er hann var 23 ára fór í embættiserindum til Noregs. Þar segir, að hann skuli gæta þess vel að vera þolin- móður og umburðarlyndur gagnvart öðrum. Verði honum boðið til veizlu, skuli hann þekkjast það. Verði honum gefnar gjafir, skuli hann þiggja þær með þakklæti. Hann skuli kynna sér öll málefni ríkisins gaumgæfilega, en sneiða vendilega hjá þvi að taka ákvarðanir. Sérstaklega skuli hann forðast að skrifa bréf, en verði það óhjákvæmilegt, skuli hann láta rita þau á pappír, en ekki hið lögmæta pergament. Hann skyldi ætíð, að svo miklu leyti sem kostur væri, skjóta því á frest að ákveða nokkuð endanlega og segja þá, að hann biði eftir áliti drottningarinnar, móður sinn- ar, á málinu, því að vér, segir í niðurlagi bréfsins, þekkjum betur til málanna en hann. Á síðustu æviárum sínum lenti Margrét í styrjöld við greifana í Holtsetalandi um yfirráðin í Slésvík. Með alkunnri lipurð sinni tókst henni að ná það hagstæðum samningum að hún fékk yfir- ráð yfir öllu landi suður til Flensborgar. Að loknum sigri og hyll- ingarhátíð í Flensborg dvaldist drottning á skipi sínu úti á firð- inum. Þar veiktist hún og andaðist 24. októbcr 1412, tæplega scxtug að aldri. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Sorö samkvæmt eigin ósk, en síðar voru jarðneskar leifar hennar fluttar til Hróars- keldu, þar sem mynd hennar, höggvin í gráan marmara, hvílir ofan á svartri kistunni á sérstökum heiðursstað í þessari forn- frægu og virðulegu dómkirkju. Or köldum marmaranum lýsir svipmót hennar enn þann dag í dag af festu og myndugleik en jafnframt kvenlegri hlýju og mildi, sem var svo mjög einkennandi fyrir líf hennar, störf og stjórn í hinu víðlenda, norræna ríki hennar. 88 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.