Úrval - 01.12.1976, Page 4
2
URVAL
Maður kom til sálfræðings. Sál-
fræðingurinn spurði: „Hvaða at-
vinnu stundar þú? ”
, ,Ég er bifvélavirki.! ’
,, Gott ”, sagði sálfræðingurinn.
, ,Leggstu undir bekkinn.
★ ★ ★
Og svo var það maðurinn, sem fór
til sálfræðings af því honum fannst
hann vera svo óumræðilega Ijótur.
,,Enginn þolir að horfa á mig,”
kjökraði hann. ,,Vitleysa,” svaraði
sálfræðingurinn. „Leggstu þarna á
bekkinn og snúðu þér upp í vegg.
★ ★ ★
Fréttamiðlar sögðu eitt sinn frá
hættulegum fanga, sem heppnaðist
mjög ofdirfskufullur flótti frá fang-
elsinu um hábjartan dag, en gaf sig
síðan fram til þess að verða settur inn
aftur um kvöldið. Þegar hann var
spurður, hvers vegna hann hefði
gefíð sig fram svo fljótt af fúsum og
frjálsum vilja, svaraði hann: „Þegar
ég loksins þorði að laumast heim til
að hitta konuna mína, tók hún á
móti mér með hendur á lendum og
sagði: ,,Hvar hefurðu verið allan
þennan tíma? Það eru átta klukku-
stundir, síðan þú braust út! ”
★ ★ ★
Tveir félagar voru að segja hvor
öðrum hvað þá hefði dreymt dásam-
lega nóttinaáður. Anharsagði: ,,Mig
dreymdi að ég væri aftur orðinn 12
ára og fór í sirkus. Það var dásamlegt
— fílar, fjöllistamenn, loftfimleikar,
hnetur, froðubrjóstykur. Ég skemmti
mér konunglega!”
Vinurhans sagði: „Kallarðu þetta
eitthvað? Bíddu þangað til þú heyrir
minn draum. Mig dreymdi að dyra-
bjöllunni var hringt hjá mér og ég fór
til dyra. Þar stóð Rachel Welch í
bikini og spurði hvort hún mætti
koma inn. Áður en ég vissi af var hún
sest hjá mér og farin að segja mér
hvað ég væri myndarlegur og allt
það. Þá var dyrabjöllunni hringt
aftur og þar var Angie Dickinson í
gagnsæjum slopp. Hún kom líka og
settist hinum megin við mig. ’ ’
,,Bíddu nú hægur,” sagði hinn
maðurinn. „Ætlarðu að segja mér að
þarna haflrðu verið með bæði Rachel
Welch og Angie Dickinson og að þú
haflr ekki hringt til mín. ’ ’
,Jú, ég hringdi til þín,” svaraði
vinurinn. „En mér var sagt að þú
hefðir farið í sirkus. ’ ’