Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 10
8
ÚRVAL
leyft að vera viðstöddum, og starfs-
liðið eins fámennt og hægt var,
aðeins tvisvar var atriðið myndað.
Auðvitað notaði Selznick grátsenuna
í myndinni. Þegar Gable sá þetta,
varð hann furðu lostinn yfir eigin
leik, og sagði: ,,ég get varla trúað
þessu.”
Sama siðareglan, sem bannaði al-
gera nekt í myndinni og svefnher-
bergi sömuleiðis, nema sem
smekklegar vistarverur, bannaði sér-
staklega orðið , ,fjandinn”. Af þessu
leiddi, að ritskoðunin neitaði Rhett
um að segja: ,,Satt að segja, góða
mín, mér er fjandans sama”. En
Selznick áfrýjaði til Will H. Hays,
þess hátíðlega öldungs, sem var
formaður kvikmyndaframleiðenda og
dreifingarmanna í Ameríku. Hann
sendi bréf til Hays og benti á, að
OxfordEnglish Dictionary skýrgrein-
ir ekki orðið ,,damn” sem blótsyrði
heldur grófyrði. Að lokum lét Hays
undan, og þessi ódauðlega setning
varrömmuð inn á my .dinni.
Selznick krafðist þess, að Á hverf
anda hveli yrði frumsýnd með full-
kominni leynd. Og svo, kvöld eitt í
september 1939, ók Selznick ásamt
konu sinni,kvikmyndastjórnanda og
fimm öryggisvörðum til Warnerbíós í
Santa Barbara, þar sem fullt hús af
fólki var að setjast til að horfa á aðra
mynd. Þegar furðulostinn bíóstjórinn
hafði samþykkt að frumsýna Á hverf
anda hveli, tóku öryggisverðir sér
stöður við allar útgöngudyr hússins.
Tilkynning var lesin upp fyrir
áhorfendum, þess efnis, að þeir ættu
að fá að sjá , ,merkustu mynd ársins”,
sem tæki um fjóra tíma að sýna, og
að engum yrði leyft að yfirgefa húsið
eftir að myndin hæfist. Þegar nafn
myndarinnar birtist á tjaldinu, fór
viðurkenningarkliður um salinn, og
áhorfendur spruttu upp úr sætum
sínum af eftirvæntingu. Selznick fór
að gráta.
Að sýningu lokinni var dauðaþögn
í um það bil fimm sekúndur,
en síðan hófst langdregið lófatak.
Selznirk hjálpaði til við að útbýta
frumsýnmgarkortunum. Á heimleið-
inni rifjaði hann upp og naut þeirra
athugasemda sem höfðu verið látnar
falla en þó sérstaklega þessarar:
, ,Mesta kvikmynd allra tíma’ ’.
Jafnskjótt og tekið var að sýna
myndina fyrir almenning, í desem-
ber 1939, varð Á hverfanda hveli
eftirlætismynd. Gagnvart gagnrýni
stóð hún sig einnig með ágætum.
I júlí 1943, eftir að haf farið þrjár
hringferðir um landið, höfðu 60
milljónir manna séð Á hverfanda
hveli í Bandaríkjunum og tekjurnar
voru 32 milljónir í heimalandinu.
Árið 1967 voru tekjurnar af leigu
orðnar 75 milljónir (einungis Sound
of Music, The Godfather og Jaws
hafa gefið meira af sér).
Nú þrjátlu árum semna, hefur Á
hverfanda hve/iþznn heiður, að fleiri
hafa séð þessa mynd en nokkra aðra,
og þegar hún var sýnd í sjónvarpi