Úrval - 01.12.1976, Síða 13
ERTÞÚ VINNUSJÚKLINGUR'
11
vinnuglaði vinnur lengi og mikið af
frjálsu vali, og hann getur hætt án
þess að verða að þola þjáningar af því
hann vanti eitthvað.
Hvatir vinnusjúklingsins eru flókn-
ari, og fela oft í sér þörf fyrir aðdáun
annarra. Eins og Alan McLean, sál-
fræðingur og yfirlæknir hjá IBM,
bendir á, hefur heilsubesta fólkið
oftast ýmsar aðrar leiðir til að full-
nægja starfslöngun sinni: Þeir eru
lögfræðingar, til dæmis, en þeir eru
jafnframt makar, foreldrar, vinir,
borgarar, listunnendur, frímerkja-
safnarar, golfleikarar. Vinnan er ekki
ein um að halda uppi sjálfsvirðingu
þeirra. Að áliti Meyer Friedmans,
meðrithöfundar bókarinnar Gerð
,,A” — hegðun og hjarta þitt, ” þrá
verkáráttumenn frama og álit, og
frami þeirra fer eftir því áliti sem
aðrir hafa á þeim.” Margir áráttu-
menn taka að líta á sjálfa sig sem
ómissandi.
Vegna iðni sinnar eru vinnusjúkl-
ingar í fyrirtækjum gjarnan hækk-
aðir í stöðu, en skortur á hugkvæmni
hindrar þá í að komast í æðstu
stöður. Þeir eru oft ágætir sölumenn
en hroðalegir forstjórar. ,,Vinnuár-
áttumenn verða sjaldan frægir,”
segir New York sálfræðingur, sem
hefur haft með að gera margt fólk
með vinnuvandamál. , ,Vegna þess að
þá vantar ímyndunarafl, leggja þeir
sjaldan nokkuð nýtt af mörkum til
heilla fyrir mannkynið. Þetta fólk
endar venjulega á efri mörkum mið-
stéttar sem yfirmenn eða verkstjórar
og hrellir alla, sem nálægt þeim
koma. ’ ’
Óstöðvandi vinna fer einnig í bága
við eina af grundvallarreglunum fyrir
því að geta fundið frumlegar lausnir
á vandamálum — að snúa sér að öðru
viðfangsefni og láta vandamálið bíða
og gerjast innra með sér.
Vinnuáráttumenn, segir Robert F.
Medina, iðnaðarsálfræðingur x Chi-
cago, hafa mætur á því öryggi og
vissu, sem fellst í því að fást við
endalaus smáatriði. Sköpunarstarf er
x þeirra augum ekki annað en ríma-
sóun.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
þeim sem leggja hart að sér vegna
áráttu, er sérstaklega hætt við hjarta-
bilun á miðjum aldri. Dr. Friedman
og meðhöfundur hans hjartasérfræð-
ingurinn dr. Ray H. Rosenman,
skipta fólki í tvær starfsgerðir. Há-
þrýstifólk er flokkað undir gerð A og
lágþrýstifólk undir gerð B. Báðar
gerðirnar geta orðið vinnusjúklingar
en á mismunandi hátt. Manneskja af
A gerðinni er um of metnaðargjörn
og keppin og oft og txðum fjand-
samleg gagnvart öðrum, finnst hún
sífellt þvinguð af tímatakmörkum.
Hjartasérfræðingar hafa fundið, að
henni er tvisvar til þrisvar sinnum
hættara við hjartabilun fyrir aldur
fram en B-gerðinni, sem ekki leggur
jafn hart að sér og er ekki jafn
samkeppnisgjarn.
Vinnuáráttumenn af B-gerð hafa
tilhneigingu til að dmkkna í leiðin-
legu skriffxnnskuverki eða einhverju