Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 18

Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 18
16 URVAL Toscanini revndi að lokka snilldar- leik út úr gagnfræðaskólahljómsveit. En á þessu ári fékk Cosmos lið- styrk, fyrsta flokks leikmenn frá Eng- landi og írlandi og ýmsum norður- amerískum atvinnuliðum. Og að lok- um bættist þeim 800.000 dollara markaskorari frá Ítalíu, Giorgio „Langijón” Chinaglia. Þetta nýja og endurbætta lið tók að láta að sér kveða á leikvellinum og við miða- sölurnar. Þegar þeir fluttu á glæsilegt endurbyggt Yankee Stadium, dró Cosmos að sér yfir 28.000 áhorfendur á fyrsta leik keppnistímabilsins. í Seattle komu 58.128 knattspyrnu- áhugamenn til að sjá Pelé og félaga hans sigra Saundersliðið 3—1. Þetta voru fleiri knattspyrnuáhorfendur en nokkurntíma höfðu verið saman- komnir í Bandaríkjunum. SVARTI -JAGÚARINN. í fyrsta sinn, sem venjulegur bandaríkjamaður sér Pelé skokka inn á leikvöllinn, verður að fyrirgefa honum, þó hann sé ekki yfir sig hrifínn. Læravöðvar hans eru að vísu stórkostlegir, en hann er ekki hár í loftinu, 176 sentimetrar, og talan 10 á baki hans sýnist næstum of há fyrir hann að bera. En eftirtektarsamur áhorfandi sér þó fljótt, að nr. 10 þó hann sé tæpur meðalmaður á vöxt, er risi í leikni. Hann rennir sér gegnum og kringum þröng af and- stæðingum álíka liðlega og áreynslu- laust og jagúar. Hann birtist hér, síðan þar, um allan völlinn, oft einmitt kominn á mikilvægan stað, um það er atlaga hefst — stöðugt tilbúinn að stökkva eins og liðugur köttur í hvaða átt sem er. Þegar boltinn kemur nærri honum, eru miklar líkur til að hann hefji skyndi- legar leikaðgerðir, stundum of hraðar til að þeim verði fylgt eftir með aug- unum. Svona flaustur getur ef til vill einungis leitt til nákvæmrar send- ingar til samherja. Eða Pelé getur komið auga á tækifæri til að brjótast í gegnum næstum ósýnilega opnun í þröng varnarleikmanna. Þó næstum allar aðrar knatt- spyrnustjörnur séu sérlega snjallir í einhverri ákveðinni stöðu eða grein íþróttarinnar, er Pelé snillingur í þeim öllum jafnt. í vörninni er hann snillingur í að hefta sókn andstæð- inga. í sókninni er hann óviðjafnan- legur, með smá hreyfingu hæls, axlar eða ennis sendir hann knöttinn á nákvæmlega réttan stað í lofti eða jörðu, þar sem samherji getur haldið áfram sókninni með sem minnstri orkusóun. Hann stekkur hærra en hávaxnari mótherjar, og eftir að hafa komið markmanni á óvart með einni eða tveim villandi höfuðhreyfíngum, sendir hann boltann út í hornið á netinu eins og stjörnuhrap. Pelé getur haldið uppi sprett- hlaupi á fullum hraða meðan hann rekur hlýðinn boltann á undan sér, svo manni fínnst sem knötturinn hljóti að vera tengdur við fótlegginn á honum með ósýnilegum teygju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.