Úrval - 01.12.1976, Side 19

Úrval - 01.12.1976, Side 19
17 HINN Ö VIDJAFNANLEGIPÉLÉ ENDURPÆDD UR þræði. í fullkomnu jafnvægi getur hann snarstansað í miðri sókn, lyft boltanum léttilega yfír andstæðing- inn og síðan skotist framhjá honum og náð valdi á knettinum aftur, jafnvel áður en hann snertir jörðina. Stundum á hann það til, andstæð- ingunum til mikillar hrellingar að nota fætur þeirra eða skrokk til að sparka knettinum í og fá hann til baka. Þó Pelé sé ósíngjarn leikmaður, er hann fæddur foringi, og hann er talinn geta hugsað fjórar, fímm sendingar fram í tímann, en aðrir bestu leikmenn í mesta lagi tvær til þrjár. ,,Pelé er eini leikmaðurinn,” segir samherji, , ,sem getur hugsað sig tvisvar um á einni sekúndu. ’ ’ FÆDDUR FYRIR KNATTSPYRNU Byrjunarferill Edsons var látlaus. Þegar hann fæddist, þann 23. októ- ber 1940 í þorpinu Trés Coracoes (þrjú hjörtu) langt inni í landi, í námahéraði, vom baunir og rís handa Nascimentofjölskyldunni komnar undir 4.50 dollurum, sem faðirinn, „Dondinho”, fékk x hvert sinn, sem hann lék í kappleik með félaginu á staðnum. Þegar Dondinho var úr leik vegna meiðslis í fæti, var fjölskyldan of fátæk til þess að geta svo mikið sem leitað læknis. En þegar Edson var sex ára, hafði faðir hans fengið stöðu hjá félagi í stærri borg, Bauru, og þangað flutti fjölskyldan. Strákpattarnir í Bauru léku berfættir fótbolta á götunum, daginn út og inn. Eini boltinn, sem þeir áttu, var sokkur troðinn út með tuskum og pappír — og var jafnan ónýtur að kvöldi. Strákarnir skiptust á um að útvega boltahýði næsta dags, og Pelé minnist enn hve gramur faðir hans varð og hrópaði: , ,Hvað er orðið af öðrum sokknum mínum? ’ ’ Móður Edsons dreymdi um, að hann yrði menntaður maður, til dæmis læknir, og hefði lífvænlegar tekjur. En Dondinho stuðlaði að ást drengsins á knattspyrnunni, og kenndi honum leikbrögðin. Hann eyddi með ánægju tímanum í að gera kúnstir með hverskonar gervibolta, svo sem melónu, með fæti, hné, öxl og enni. Leikfélagar hans tóku upp á því að kalla hann „Pelé”, en það orðskrípi er gripið úr lausu lofti. Hann lét þá á sér skilja, að hann væri ekkert hrifinn af þessu viðurnefni — svo auðvitað festist það við hann. Þegar Pelé var orðinn tíu ára, hafði knattspyrnan náð svo sterkum tökum á honum, en skólinn veikum, að hann hætti eftir fíórða bekk. Nú orðið lítur Pelé á tengsl sín við knatt- spyrnuna sem örlög. ,,Ég trúi að það hafí verið guðsgjöf,” segir hann. ,,Ég var fæddur fyrir knattspyrnu, rétt eins og Beethoven var fæddur fyrir tónlistina.” , ,ÞJÓÐ ARGERSEMI”. Árið 1956 var þessi ennþá renglu- legi 15 ára unglingur ráðinn tfl at- vinnuliðs í Santos, strandbæ hærri Sao Paulo, fyrir lítilsháttar laufi, auk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.