Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 19
17
HINN Ö VIDJAFNANLEGIPÉLÉ ENDURPÆDD UR
þræði. í fullkomnu jafnvægi getur
hann snarstansað í miðri sókn, lyft
boltanum léttilega yfír andstæðing-
inn og síðan skotist framhjá honum
og náð valdi á knettinum aftur,
jafnvel áður en hann snertir jörðina.
Stundum á hann það til, andstæð-
ingunum til mikillar hrellingar að
nota fætur þeirra eða skrokk til að
sparka knettinum í og fá hann til
baka.
Þó Pelé sé ósíngjarn leikmaður, er
hann fæddur foringi, og hann er
talinn geta hugsað fjórar, fímm
sendingar fram í tímann, en aðrir
bestu leikmenn í mesta lagi tvær til
þrjár. ,,Pelé er eini leikmaðurinn,”
segir samherji, , ,sem getur hugsað sig
tvisvar um á einni sekúndu. ’ ’
FÆDDUR FYRIR KNATTSPYRNU
Byrjunarferill Edsons var látlaus.
Þegar hann fæddist, þann 23. októ-
ber 1940 í þorpinu Trés Coracoes
(þrjú hjörtu) langt inni í landi, í
námahéraði, vom baunir og rís
handa Nascimentofjölskyldunni
komnar undir 4.50 dollurum, sem
faðirinn, „Dondinho”, fékk x hvert
sinn, sem hann lék í kappleik með
félaginu á staðnum. Þegar Dondinho
var úr leik vegna meiðslis í fæti, var
fjölskyldan of fátæk til þess að geta
svo mikið sem leitað læknis.
En þegar Edson var sex ára, hafði
faðir hans fengið stöðu hjá félagi í
stærri borg, Bauru, og þangað flutti
fjölskyldan. Strákpattarnir í Bauru
léku berfættir fótbolta á götunum,
daginn út og inn. Eini boltinn, sem
þeir áttu, var sokkur troðinn út með
tuskum og pappír — og var jafnan
ónýtur að kvöldi. Strákarnir skiptust
á um að útvega boltahýði næsta dags,
og Pelé minnist enn hve gramur faðir
hans varð og hrópaði: , ,Hvað er orðið
af öðrum sokknum mínum? ’ ’
Móður Edsons dreymdi um, að
hann yrði menntaður maður, til
dæmis læknir, og hefði lífvænlegar
tekjur. En Dondinho stuðlaði að ást
drengsins á knattspyrnunni, og
kenndi honum leikbrögðin. Hann
eyddi með ánægju tímanum í að gera
kúnstir með hverskonar gervibolta,
svo sem melónu, með fæti, hné, öxl
og enni. Leikfélagar hans tóku upp á
því að kalla hann „Pelé”, en það
orðskrípi er gripið úr lausu lofti.
Hann lét þá á sér skilja, að hann væri
ekkert hrifinn af þessu viðurnefni —
svo auðvitað festist það við hann.
Þegar Pelé var orðinn tíu ára, hafði
knattspyrnan náð svo sterkum tökum
á honum, en skólinn veikum, að
hann hætti eftir fíórða bekk. Nú
orðið lítur Pelé á tengsl sín við knatt-
spyrnuna sem örlög. ,,Ég trúi að það
hafí verið guðsgjöf,” segir hann. ,,Ég
var fæddur fyrir knattspyrnu, rétt
eins og Beethoven var fæddur fyrir
tónlistina.”
, ,ÞJÓÐ ARGERSEMI”.
Árið 1956 var þessi ennþá renglu-
legi 15 ára unglingur ráðinn tfl at-
vinnuliðs í Santos, strandbæ hærri
Sao Paulo, fyrir lítilsháttar laufi, auk