Úrval - 01.12.1976, Side 21
HINN Ö VIÐJAFNANLEGIPÉLÉ ENDURFÆDDUR
19
tvo daga, meðan Pelé lék knatt-
spyrnu á þessum slóðum. ,,Mín heit-
asta ósk er sú,” sagði Pelé, ,,að allt
mannkynið, eins og sannir íþrótta-
menn, taki höndum saman og verði
sem bræður’ ’.
Ef til vill er það þessi ósk, sem
getur skýrt hvers vegna Pelé hefur svo
mikinn áhuga á börnum, hversvegna
hann hefur ferðast til sex megin-
landa til að kenna og sýna grund-
vallaratriði knattspyrnunnar fyrir
börn og ungling?. Þúsundir unglinga
í 40 löndum hafa hænst að Pelé og
leikið knattspyrnu við hann.
Hver mundi vera ráðlegging Pelé
til unglinga, sem þrá að verða
íþróttastjörnur? , ,Fyrst af öllu,
mundi ég segja, æfðu og lærðu af
öllu hjarta, ekki bara til að verða
stjarna, heldur sannur íþróttamaður.
í öðru lagi er nauðsynlegt að vera
góður hlustandi og fara að ráðum
eldri og reyndari leikmanna og þjálf-
ara þíns. I þriðja lagi verður þú að
hafa ást á viðfangsefni þínu. ’ ’
Pelé hefur framkvæmt í verki það,
sem hann hefur prédikað, af
dæmafárri snilld.
★
Dúndrandi sprenging kvað við í vinnuherberginu innar af
lyfjabúðinni. Þegar húsið hætti að nötra og glösin að hrynja úr
hillunum, kom lyfsalinn slagandi fram, sótugur í framan og fötin rifin.
Hann sneri sér að viðskiptavininum og sagði: , ,Viltu vera svo vænn að
biðja lækninn þinn að skrifa lyfseðilinn aftur — og vélrita hann að
þessu sinni!”
Quote.
FERSKJURI 30 STIGA FROSTI.
Hinn suðræna ávöxt ferskjuna má nú einnig rækta á norðurslóðum.
Starfsmenn grasgarðsins í Úkrainu, sem starfræktur er af Vísindaaka-
demíunni þar, hafa ræktað ferskjutegundir sem þola frost. Ferskju-
trén þola allt niður í 30 stiga frost. Ávextir þeirra eru engir
eftirbátar bestu ferskjutegunda suðursins, þeir eru alveg jafn safaríkir
og ilmandi.
5000 ÁRA RISI.
Nýlega var grafínn upp nær fímm þúsund ára haugur í Norður-
Kákasus. í honum fundust jarðneskar leifar risavaxins karlmanns
(220 sm á hæð). Gröfín var í samræmi við stærð mannsins,
hlaðin úr móbergshellum sem vógu rúmt tonn. Þarna var einnig að
fínna konubein. Kona risans var meðalhá.