Úrval - 01.12.1976, Page 26

Úrval - 01.12.1976, Page 26
24 URVAL bláum, bleikum og gulum litum. „Blómin verkuðu líkt og kveikiþráð- ur,” sagði Frank. ,,Og með hjálp þeirra lifnaði fegurðarskyn fólks brátt við svo að um munaði. ” Nú hófust keðjuverkanir, alveg eins og Jack Stokvis hafði spáð. íbúar í blómakassahverfunum fóru að mála hurðir, dyraumbúnað og glugga, setja upp ný gluggatjöld og hreinsa lóðir, garða og götur, þar sem áður hafði verið fullt af drasli. Og þessi svæði höfðu svo áhrif á íbúa annarra hverfa. í fyrsta skipti fóru fjölskyld- ur nú að flytjast til gamalla hverfa í stað þess að flytjast burt frá þeim, og að eyða bæði tíma og peningum í að gera við niðurnídd hús og fegra þau á allan hátt. Tvö hundruð manns sóttu fyrsta fund Verndunar- og endur- nýjunarfélagsins, sem tók til allrar borgarinnar. Níu mánuðum síðar fékk félagið ríkisstyrk, sem nota skyldi til þess að gera við og endurnýja gömul hús úr brúnsteini í gömlu hverfunum, sem höfðu mikið sagn- fræðigildi. í Paulus Hook-hverfinu gaf fyrir- tækið Colgate-Palmolive borginni 20.000 dollara til að gera nýjan almenningsgarð og aðra 8000 dollara til þess að gróðursetja tré, en verk- smiðja þess fyrirtækis við Hudsonána hafði undanfarið verið að kaupa mannlaus hús, sem það hafði síðan látið rífa og malbika síðan yfír allt saman til þess að stækka þannig athafnasvæði sitt. I ítalska þorpinu varð nú meira líf og fíör en verið hafði áður en blómakassarnir komu til sögunnar. Og þróun þessi fékk hið opinbera ítalska heiti „risorgi- mento.” (endurvakning) Hvarvetná gat að líta hina grænu, hvítu og rauðu liti ítalska fánans, þegar málningu var útdeilt ,,til þess að hjálpa blómunum. ’ ’ Stokvis ræddi við listfræðsludeildir Ferris-menntaskólans, Jersey City- fylkisháskólans og Keanháskólans í bænum Union, og árangurinn varð sá, að nemendur þessara skóla tóku að koma hópum saman á laugardög- um til þess að mála skilti og rusla- körfur í ítalska þropinu. Óhreinni brekku við hlið járnbrautarteina, sem áður hafði verið hulin stein- steypu, var breyttí litskært veggmál- verk. Þar gat að líta risavaxna sól og orðin: VELKOMIN I ÞORPIÐ. Mart- in Halloway, prófessor í listum við Keanháskólann, gerði „risorgi- mento” (endurvakninguna) að sam- eiginlegu verkefni heils námshóps skólans. Nemendur hans skreyttu margar framhliðar hinna 120 ítölsku stórverslana ítalska þorpsins með skrautlegum veggmálverkum, sem sýndu, hvað þar var á boðstólum, t.d. með pylsum, ostum, vínum, ávöxtum og ítölskum brauðhleifum. A tvo risastóra veggi, sem höfðu áður verið útataðir í alls konar krassi, voru málaðar leiðbeiningarskrár yfír ít- alska þorpið, þar sem sýndar voru helstu verslanir, veitingahús, al- menningsgarðar, minnismerki, skól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.