Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 32

Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 32
30 skemmd, er skipt, og neðri hluti hennar er græddur við þá neðri. Eftir þrjár vikur hefur eftir hlutinn gróið fastur við neðri vörina sem hluti af henni. Þá er hægt að skilja varirnar að. ,,í fyrstu,” útskýrði hann, ,,gat ég ekki hugsað mér ráð til að bæta upp slímhúðina, sem þú mundir missa af efri vörinni við þessa aðgerð. Svo varð mér ljóst, að þú hefur gnægð af heil- brigðri slímhúð, ef þú vilt leyfa mér að gera skurðaðgerð, sem aldrei hefur verið reynd fyrr. ’ ’ ,,Hvar á að taka slímhúðina?” spurði ég áköf. ,,Ég vil nota leggangaslímhúð,” sagði hann. Ég gat engu svarað í fyrstu, en svo fannst mér þetta skemmtilegt. „Hvenær getur þú byrjað?” , ,Fyrst þarft þú að fá tannaðgerðir. Það verður ekki sérlega þægilegt, er ég hræddur um, en án tanna er ekki hægt að endurmót? varir þínar.” Tannaðgerðirnar vom þjáningar- fullar, en þegar þeim var lokið, gat dr. Stallings haldið áfram milli-vara aðgerðinni og slímhúðarágræðslunni. Brátt tók ég að stunda mín fyrri hjúkrunarstörf. Og nokkrum mán- uðum seinna tók ég upp fulla vinnu við spítalann. Sjúklingarnir voru ekki svo mjög smeykir við hroðalegt útlit mitt, en mátu meira þá hlýju og umhyggju, sem ég gat látið þeim í té. Með því að neita að sökkva mér niður í sjálfsmeðaumkun, byrjaði ég það ÚRVAL örðuga verk að endurnýja minn innri mann. Á meðan hélt dr. Stallings áfram því mikla þolinmæðiverki að endur- móta ytra útlit mitt. Viðleitni hans bætti mína upp, því sérhver smá- endurbót á útliti mínu hjálpaði mér til að stíga enn eitt skref hið innra með mér. Á sjö árum varð ég að ganga undir 35 piastískar skurðaðgerðir og af þeim voru fjórar nýjar aðgerðir, fundnar upp af dr. Stallings til að bæta úr mínum sérstöku þörfum. í mínum huga ollu þær óbifandi trú á plastískum aðgerðum og trausti á þeim snjalla manni, sem fram- kvæmdi þær. Eftir nokkra mánuði sem vinnandi sjúklingur, fór ég aftur að búa í íbúð minni. Það var erfiðasta hlutverkið í innri uppbyggingu minni. Þegar fólk utan sjúkrahússins leit undan með viðbjóði er það sá framan í mig, var það þungt áfall fyrir sjálfstraust mitt og ánægjuna af skánandi útliti. Einu sinni fór ég til dyra í íbúð minni, þegar hringt var, og þá voru þar komnar skátastúlkur að selja kökur. Þær urðu svo skelkaðar við að sjá útlit mitt, að þær misstu kassana og ruddu næstum hvor annarri um koll, þegar þær tóku til fótanna. Á þessum fyrstu árum var lífið sífelld barátta við vonleysi og magnað þunglyndi. Sérhver þumlungur af framförum var dýru verði keyptur. Þegar ég var verulega niðurdregin, fór ég snemma til vinnu, svo ég gæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.