Úrval - 01.12.1976, Síða 34
32
URVAL
Jims í sameiningu. Og á hverjum svar við spurningu minni: „Hvers-
degi þakka ég guði fyrir, að veita mér vegna égV’
HRINGVEGUR STUÐLAR AÐ BJÖRGUN GÖMLU TALLIN.
Gamli bæjarkjarninn í Tallin, höfuðborg Eistlands, er algerlega
friðaður vegna mikils sögulegs og byggingarfræðilegs gildis síns.
Nú er unnið að lagningu hringvegar umhverfis bæjarkjarnann, sem
mun beina allri þungaumferð framhjá honum, nema vöruflutningum
til verslana og fyrirtækja í miðborginni. Meðal athyglisverðra bygginga
í bæjarhlutanum er Toompeahöllin, sem ein hin elsta í Evrópu,
samkomusalur kaupmannagildisins, tvær gamlar gotneskar kirkjur svo
og þúsundir annarra bygginga. Engar nýjar byggingar eru reistar í
þessum bæjarhluta, og þar má ekki gera við, endurbyggja né rífa niður
hús án leyfis og að undangenginni rannsókn sérfræðinga.
LÁNÍÓLÁNI.
Við alvarleg meiðsl, er Terentí Psko hlaut í lok síðari heimsstyrjald-
arinnar, missti hann bæði mál og heyrn. Fyrir skömmu var hann á
gangi meðfram fljóti nokkru og hrapaði allt í einu í vatnið. Við lostið
sem hann fékk hrópaði hann ,,hjálp”. Fljótið var ekki mjög djúpt og
hann var dreginn upp á þurrt land eftir skamma stund. Kallað var á
sjúkrabifreið og á sjúkrahúsinu, þar sem Psko var gefíð glas af vatni,
sagði hann fyrstu setninguna frá því í heimsstyrjöldinni síðari. ,,Þið
hafið gott vatn hér í Vinnitsa’ ’.
Terentí Psko er nú orðinn hress aftur og hefur endurheimt
að fullu bæði mál og heyrn.
STÖÐUG BARÁTTA VIÐ OLÍUMENGUN.
Leiðangur á vegum Kyrrahafsdeildar sovésku haffræðistofnunarinn-
ar hefur gert víðtækar tilraunir með nýjar aðferðir í baráttunni við
olíumengun sjávar. I fyrsta sinn hefur verið safnað nákvæmum
upplýsingum um útbreiðslu olíubletta, hreyflngu þeirra og áhrif á
andnámsloftið. Við tilraunirnar voru notuð fluorsentrör, þannig að
hægt var að greina olíublettina bæði á degi og nóttu. Ný efnablanda,
DN 75, sem efnafræðingar hafa búið til, leysti algerlega upp þá
olíubletti, sem leiðangurinn fann á Kyrrahafi og á siglingaleiðum
norðan við meginland Asíu. Niðurstöður leiðangursins munu notaðar
til að semja leiðbeiningar í sambandi við aðferðir til þess að koma í veg
fyrir og berjast gegn olíumengun á úthafínu.