Úrval - 01.12.1976, Page 35
33
*
tjeimi læknavisiqdanqa
HEILSA OG HÓFDRYKKJA.
Til er það fólk, sem ekki þolir einu
sinni tvo sterka drykki á dag. Tvö glös
af áfengi — jafnvel þynntu áfengi —
geta valdið höfuðverk, niðurgangi,
svefnleysi og pirringi, segir Dr.
Richard W. Shropshire við Wiscons-
inháskóla í Madison. í sumum til-
fellum getur meira að segja mjög lltil
áfengisneysla valdið jafnvel alvarlegri
áhrifum, þar á meðal óeðlilega háum
blóðþrýstingi og óreglulegum hjart-
slætti. Þessa kvilla er oft erfitt að
lækna, segir Dr. Shropshire í tíma-
ritinu American Family Physician,
því hófdrykkjumenn fást hreinlega
ekki til að trúa því, að hin litla
áfengisneysla þeirra geti valdið sjúk-
dómunum.
Úr Family Circle.
KARLMANNAGORGEIR — SJÚK-
DÓMUR.
Karlmannagorgeir — male chauv-
inism — er ekki lengur bara slag-
orð áróðurskvenna, heldur er það
skrásettur sálfræðilegur kvilli. Dr.
Sherwyn M. Woods ræðir um þenna
kvilla í nýútkomnu hefti af Archives
of General Psychiatry:
„Karlmannagorgeir er heiti á ein-
strenginslegu dauðahaldi í karl-
mennskuna, ásamt ýmist duldum
eða óduldum hroka í garð kvenna,”
segir Dr. Woods, sem cr sálfræðingur
við Suðurkaliforníuháskóla. ,,Hann
er um leið einskonar töfraorð til þess
að ýta frá sér óþægindum, sem kon-
urnar kynnu ef til vill að valda.”
Woods. rannsakaði sálgreiningar-
skýrslur 11 sjúklinga með tilliti til
karlmannagorgeirs. Hann komst að
því, að þessi gorgeir er gjarnan lítils
metinn í sálgreiningu, vegna þess að
sálfræðingar eru iðulega ekkert betri
en sjúklingarnir sjálfir í þessum
efnum og eins vegna þess, að
karlmannagorgeir í sjúklingum er oft
eins og endurspeglun almennings-
álitsins varðandi yfirburði karlkynsins
Um þetta segir Woods: ,,í flestum
öðrum tilvikum er almenningsálitið
sveigjanlegt og tekur tiltölulega
skjótum breytingum í ljósi nýrra
upplýsinga. Á hinn bóginn heldur
sá, sem haldinn er karimannagorgeir,
dauðahaldi í trú sína og lætur engar
nýjar eða staðfestar staðreyndir hafa
áhrif á sig.”
Úr Oregonian.
MEGRUNARKÚR OG SKALLI.
Ef þér hættir við að verða of þung-
ur og hefur þar að auki áhyggjur af
hárlosi, ættir þú ekki að fara í
skyndimegrunarkúr. Læknar hafa
lengi vitað, að hárlos og hár hiti fara
oft saman. Sömuleiðis getur ákaft til-
finningarót valdið hárlosi, ákveðnir