Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 36
34
URVAL
sálrænir sjúkdómar og stundum veld-
ur það líka hárlosi að taka pill-
una eða sum krabbameinslyf. Nú
bendir ýmislegt til þess, að megrun-
arkúrar, sem eiga að létta menn mjög
á skömmum tíma, hafi líka þessi
áhrif.
Læknarnir Detlef Goette og
Richard Odom í San Francisco hafa
fengið til meðhöndlunar 11 sjúkl-
inga, sem hafa orðið fyrir miklu
hárlosi jafnhliða þvi' að þeir léttust
mjög ört. Einn sjúklinganna var
fimmtugur karlmaður, sem hafði
undirgengist mjög dýra aðgerð þar
sem hár var grætt á höfuð hans.
Hann hafði farið í megrunarkúr til að
léttast verulega á skömmum tíma, og
þar fór allt nýja hárið. Tvær af
þessum sjúklingum vom konur, sem
höfðu farið í svona leifturkúra hvað
eftir annað og misstu talsvert hár í
hvert sinn. Læknarnir tveir segjast
ekki geta gefið formúlu fyrir því, hve
mörg hár fari forgörðum fyrir hvert
kíló, sem tapast í kúr af þessu tagi, en
segja má, að sá sem léttist hægt og
bítandi verður ekki fyrir neinum
teljandi hárskaða samfara megmn-
inni. ”
Or Newsday.
Allir lifa á fortíðinni. Allt það frelsi sem við njótum, hefur áunnist
með gríðarlegum fórnum. Við drekkum vatn á hverjum degi úr
bmnnum, sem við höfum ekki sjálf grafið, lifum við frelsi sem við
höfum ekki sjálf unnið til, njómm verndar stofnana, sem við höfum
ekki komið á fót. Enginn lifir af sjálfum sér. Allt hið liðna býr í okkur.
Thomas Gibbs.
Slæmt væri, ef allar óskir manns yrðu uppfylltar. Aðeins sá sem
hefur verið veikur kann að meta heilbrigði, sá sem kynnst hefur illu
kann einn að meta hið góða, hinn hungraði saðningu og sá sem erflðað
hefur hvíld. ACIPCO
HVAÐ STJÓRNAR MATARLYSTINNI?
Þegar fólk missir skyndilega matarlystina grípur það oft til hinna
ólíklegustu útskýringa á fyrirbærinu. Algengustu orsakirnar em taldar
vera: slæmtskap, slappleiki, veðurbreytingar og jafnvel ástin. En raun-
veruleg ástæða er oftast allmiklu hversdagslegri. Hópur vísindamanna
frá Líffræðistofnun sovésku Vísindaakademíunnar uppgötvaði hormón
sem stjórnar matarlystinni. Þetta hormón hefur verið nefnt
,, Arenterin”. Ef eitthvað kemur fyrir hann í innyflum manns missir sá
hinn sami þegar í stað matarlystina. Nú er aðeins eftir að finna
gagnverkandi lyf til þess að fólk haldi matarlystinni hvernig sem veður
skipast í lofti og hversu slæmtsem skapið kann að vera.