Úrval - 01.12.1976, Side 43
HEFUR GERTHLÁTURINNAÐKENNSLUTÆKI.
41
lögð á að hafa áhrif á tilfinningalíf
barna, hegðun og verðmætamat.
Cosby til aðstoðar er ráðgefandi
nefnd fræðslufrömuða, sálfræðinga
og félagsfræðinga, og sjónvarpsþættir
þessir hafa reynst svo áhrifaríkir að
þeir unnu „Afreksverðlaun” Barna-
ieikhússambandsins árið 1973 og
verðlaun Ohio-fylkisháskólans fyrir
jákvætt framlag til útvarps- og sjón-
varpsfræðslu árið 1975. Útgáfufyrir-
tækið McGraw-Hill Films iét nýlega
gera styttar útgáfur af þáttum
þessum til sölu til skóia.
Frá því að sjónvarpsþættir þessir
byrjuðu hefur Cosby eignast heiiar
hersveitir af ungum aðdáendum,
sem senda honum samtals 1500 bréf
á mánuði. Börn treysta Cosby alger-
lega. Hann skilur veröld þá, sem þau
lifa og hrærast í. ,,Ég get verið
kjánalegur, ég get verið fullorðinn,
ég get verið stóri bróðir og ég get
verið gamanleikari, sem þau
þekkja,” segir Cosby, þegar hann
reynir að útskýra vinsældir sínar.
Árið 1971 kom Cosby mörgum
vinum sínum á óvart með því að
hefja háskólanám að nýju. Hann
miðar að doktorsprófi og vonar hann
að hafa lokið því nú í árslok. Ýtarleg
og umfangsmikil próf sönnuðu, að
enda þótt Cosby hefði ekki B. A próf,
væri sjálfsmenntun hans samt slík, að
honum leyfðist að innrita sig í fram-
haldsdeild við Massachusettsháskóla
með breytilegri tímasókn. Sérsvið
hans er „fjölmiðlar sem fræðslu-
tæki.” Cosby hefur gert nokkrar
kvikmyndir ásamt bæklingum sem
nota skal til þess að kenna börnum úr
hverfum lægri stétta og miðstétta og
skoðast þetta sem þáttur af námi
hans.
Cosbyfjölskyldan býr nú í litlum
bæ rétt fyrir utan Amherst í Massa-
chusettsfylki, þar sem þau hafa
endurnýjað 140 ára gamlan bóndabæ
sem er samtals 15 herbergi. Þau hafa
búið heimili sitt húsgögnum frá
nýlendutímanum, sem Camille,
kona Bills hefur safnað. Þau giftust
árið 1964, og leist foreldrum hennar
heldur illa á þann ráðahag, því að
þau héldu að það yrði aldrei neitt úr
honum. Þau eiga fjögur börn, sem
eru 3 til 11 ára gömul, og vænta þess
fimmta nú í ágúst.
Því er ekki eins farið með Bill
Cosþy og margar aðrar stjörnur í
skemmtiiðnaðinum, að hann ferðast
ekki um með heilan hóp aðstoðar-
manna í eftirdragi og honum geðjast
ekki að því að vera dýrkaður sem
hetja, nema kannski af hinum ungu
aðdáendum sínum. Hann er nú 39
ára gamall. Hann býr yfir sjálfsör-
yggi, eins og sjá má af þessum orðum
hans: ,,Ég berst ekki iengur til þess
að komast áfram. Ég hef öðlast allt,
sem ég hef nokkm sinni þráð.”
Cosby skreppur eins oft og hann
getur til gamla bernskuhverfisins í
Philadelphiu,- ,,Hluti af mér mun
alltaf eiga þar heima,” segir hann
þessu til skýringar. ,,Það er heimili
mitt.” í einni af þessum heimsókn-
um sínum fyrir nokkru sá hann hóp