Úrval - 01.12.1976, Page 53
MARGTER SKRÍTIÐIRÍKINÁTTÚRUNNAR.
51
ur. Bittæki þeirra vinna auðveldlega
á húð grábjarnarins.
Sérhvert blóðheitt landdýr getur
verið hýsill fyrir flær, þari á meðal
mýs, moldvörpur, fuglar, þefdýr,
dvergkanínur og menn. Sumar teg-
undir flóa geta þrifist á blóði ýmissa
dýrategunda, en flestar halda sér
eingöngu við eina tegund og líta ekki
við öðrum.
Finnið hýsilinn.
Þegar flóafræðingur fer til að leita
að flóm, leitar hann ekki að þeim
sjálfum. ,,Það er mjög sjaldgæft”
segir dr. Hubbard, ,,að maður fínni
flær á víðavangi”. Bestu veiðistað-
irnir eru hýslarnir, sem skotnir em
eða veiddir í lokaðar gildrur. Jafn-
skjótt og hræið kólnar, yfirgefa
flærnar það og leita að nýjum hýsli.
Önnur aflamið em hreiður og bæli.
,,Gamalt, vel gert músahreiður,”
segir Hubbard, „getur gefíð safnara
100 flær.”
Flóafræðingar hafa mætur á flóm
vegna þeirra sjálfra, en benda jafn-
framt á, að þær hafi mikla þýðingu
fyrir manninn, vegna þeirra sjúk-
dóma, sem þær útbreiða. Bólusótt,
hættulegasta pest, sem flær bera með
sér, hefur gert vart við sig meðal
villtra nagdýra í vesturríkjunum. Flær
em einnig smitberar taugaveiki og
bandorma.
Að viðbættum innlendum flóa-
tegundum vestursins, hafa margar
útlendar tegundir fluttst þangað.
Algengust er evrópuflóin, sem helst
kýs manninn fyrir hýsil. Hubbard
mælir með búðum skógarhöggs-
manna, „flóahótelum” og bað-
ströndum sem bestu veiðisvæðum
fyrir safnara. Hann hefur tekið eftir,
að þessi fló kýs helst ljóshært eða
rauðhært, ungt fólk með viðkvæma
húð — svo og svín. „í landbúnaðar-
hémðum,” segir hann, „er þessi fló
sífelld plága á svínum, hundum og
mönnum.”
Samband við flóasöfn
Önnur tegund, sem hefur gert
innrás í Bandaríkin, er hin alkunna
rottufló, taugaveikismitberi, sem nú
er búin að taka sér ömgga bólfestu í
Kaliforníu. En Mið-Ameríkuflóin,
tunga penetrans, er ekki ennþá búin
að taka sér þar fasta búsetu. En
Hubbard segir frá manni, sem settist
á sekk af hampi frá Yucatan í New
Orleans og smitaðist við það af
Tunga penetrans, en þessi fló grefur
sig inn í húðina og bólgnar þar út af
eggjum.
Fremsmr allra flóafræðinga var
Nathaniel Rothschild, næst elsti
sonur 1. baróns Rothschild of Tring.
Hann fékk ákafan áhuga á flóm,
þegar hann var ungur stúdent í
Cambridge, og helgaði þeim síðan
allt sitt líf. Dr. Hubbard segir:
Tring-safnið í Hertfordshire hefur
orðið með tímanum mesta flóasafn
veraldar”. Flóafræðingar hvaðanæva
úr heimi senda þangað skýrslur og
gjafír.
Flóafræðin á enn næg verkefni