Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 55
MARGTER SKRÍTIÐ ÍRjKI NÁTTÚRUNNAR.
53
ir eru á veiðum, aðrir bera bráðina til
baka, til aðalbúsins. Bráðin er að
mestu leyti ungviði annarra skordýra,
en fáar skepnur, smáar eða stórar,
þora að snúast gegn hermaurunum,
þegar þeir eru í stríðsleiðangri.
Á Barro-Colodaroeyju í Gatun-
vatni fylgdist dr. Schneirla með
herfylkingum mauranna til bústaðar
þeirra, og rannsakaði síðan þá líf-
fræðilegu þætti, sem líf þeirra lýtur.
I nýlendum tegundarinnar Eciton
hamatum taldist honum til, að væru
65.000 einstaklingar eða fleiri. Flest
af þeim voru verkamaurar, meydýr,
allt að fjórir tíundu úr þumlungi á
lengd, og þær fá ekki að auka kyn sitt
samkvæmt lögum samfélagsins. I
hverri nýlendu er ein fullþroskuð
kvenvera, drottningin, tveir þriðju
úr þumlungi á lengd, og fáeinir
smávængjaðir karlmaurar, oft skyndi-
gestir úr öðrum nýlendum. Við þá
nostra meymaurarnir og halda þeim
föngnum. Þegar hungur sverfur að,
eiga þær til að eta þá.
í um það 17 daga í röð flytur
nýlendan til nýs bústaðar á hverri
nóttu. Undir dögun gerast veiði-
maurarnir friðsamari og hægja á sér. í
framenda fylkingarinnar, sem er um
200 metra löng, safnast þeir saman í
þéttan hóp. Fréttin um þetta berst til
fyrrverandi bústaðar. Þegar árásar-
maurar koma úr ránsferðum úr
ýmsum áttum, sameinast þeir aðal-
fylkingunni, sem nú hcidur áfram í
rólegheitum.
Heimavinnudýr taka upp iðandi,
hvítar lirfurnar, um það 30.000
stykki og bera þær hægt hina sömu
leið. Vængjuðu karldýrin flögra
sömu leið, og meyjarnar láta blítt að
þeim á leiðinni, en þau eru
miskunnarlaust bitinn ef þau reyna
að flögra burt. Drottningin kemur
einnig, varin af áköfum tilbeiðend-
um. Hún heldur inn í hóp þegna
sinna og felur sig í nýja bústaðnum.
Nú er nýlenduflutningnum lokið.
Drottningarfceðing
Þetta gerist á hverri nóttu, uns
lirfurnar eru komnar í hýði og
breytast í hreyfingarlausar púpur.
Þegar verkadýrin fá ekki lengur
uppörfun frá iðandi lirfunum, verða
þær rólegar og athafnalitlar. Allur
skarinn gengur inn í holan trjábol.
Eftir nokkura daga dvöl þar er
drottningin orðin þunguð. Aftur-
hluti hennar þenst hroðalega út og
hún verpir um það 30.000 eggjum,
sem ungast út í litlar, hvítar lirfur.
Þegar bæði lirfur og maurar eru
ferðafær á ný, tekur nýlendan aftur
upp flökkulífið.
Hvernig og hvar hefst fjölgunar-
gerð drottningarinnar? Dr. Schneirla
er ekki viss um það, en hann hefur
sína kenningu um það. Meðan
drottningin erí búinu, er hún sífellt
unkringd þéttum hópi verkdýra, sem
sleikja í sig einhverskonar vökva,
sem líkami hennar smitar út frá sér.
Karldýrin gætu aldrei, hversu gjarn-
an sem þau vildu, nálgast hana við
þessar aðstæður.