Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 61
INDJÁNASUMAR:,, HELGUNARDA GAR''
59
sumur x 20 ár. „Það er haustfyrir-
brigði, sem einkennist af móðu,
logni, heitu lofti á daginn og köldum
frostnóttum”, sagði hann mér. ,,Það
á sér engin ákveðin tímamörk eins og
árstíðirnar. Það getur varað í fimmtíu
daga eða aðeins einn. Sum árin htfur
það komið oftar en einu sinni með
slæmt veður inn á milli. ’ ’
Þetta fyrirbrigði stafar af háþrýsti-
sveip af lofti, sem berst frá norðri,
en stöðvast af heitu lofti yfir sjó eða
stómm vötnum. Þessi and-hvirfil-
vindur er „skýeyðir”, sagði Ludlum.
,,Hann byrjar yfir Kanada, þegar
loftið þrýstist niður af stormi, sem fer
200 mílur á klukkustund, þegar loft
lækkar 1 minni hæð, hitnar það.
Heitt loft getur bundið meiri raka en
kalt loft, og það bókstaflega etur upp
skýin. Sólargeislar hita ioftið, landið
og vatnið, blóm springa út, fuglar
syngja, froskar tísta. ’ ’
Indjánasumar er einkennandi fyrir
tempraða belti norðurhvelsins. Það er
kallað ,,eftir sumar” eða „kerlinga-
sumar” í Þýskalandi, „sveitakonu-
sumar” í Rússlandi. Bretar kalla það
St. Austins, St. Lukasar eða St.
Martins sumar, eftir því hvaða messu-
dagur er næst því. Forngrikkir köll-
uðu það „halkion daga” þegar álitið
var, að guðirnir lægðu öldur sjávar-
ins svo að hinn goðsögulegi halkion-
fugl gæti ungað út eggjum sínum í
hreiðri af rekaldi, sem barst um
sjóinn. Engilsaxar litu á slikt tíðar-
far sem blessun og nefndu það helg-
jnardaga.
Einkennandi fyrir indjánasumar er
loftmóða, sem síðari hluta dags
verður bláfjólublá að lit. Þessi móða
stafar að mestu af salti, sem gufar
upp af höfunum — hvað Bandaríkin
snertir, frá Mexíkóflóa. Þegar saltið
berst inn yfir land, safnar það í sig