Úrval - 01.12.1976, Page 62
60
ryki og úrgangi frá iðnverum. Indj-
ánasumarið 1948 stöðvaði mengað
loft yfir stáliðjuborginni Donora í
Pennsylvaníu, og olli 17 dauðsföllum
Svipuð loftbóla myndaðist seint
um haustið árið 1966 og í nokkra
daga naut fólk frá Boston til New
York hins besta veðurs, sem komið
hafði í áratugi: birtu og sólskins og
þurra sólsetra. En þegar loftið var svo
lengi kyrrt, tók það að mengast.
Mengunin náði hámarki á þakkar-
gjörðardaginn, olli öndunaróþæg-
indum og augnasárindum um alla
norðausturströndina.
Eftir veðurspánni í september kom
annar andhvirfilvindur til New York-
héraðs þann 4. október. Fólk var að
skoða í búðarglugga 1 sandölum og á
skyrtunni, sumir fóru meira segja á
baðströnd, aðrir fengu sér blund úti á
grasfleti. Um kvöldið settist sólin eins
og skínandi rautt epli í fagurlitri,
gulri móðu.
Svo fengum við indjánasumars
rothöggið síðastliðið ár. Aldrei fyrr í
sögu veðurstofunnar hafði myndast
eins stór og heit loftbóla og sú, sem
byrjaði að myndast nóttina þann 2.
nóvember. Innan þriggja daga náði
hún yfir öll austurfylkin og miðvest-
urfylkin. Þann 8. nóvember til-
kynntu New York, Baltimore, Wash-
ington og fleiri, methitastig, og
borgarbúar flykktust út í skemmti-
garða. Fimm dögum seinna kom
veturinn í öllu sínu veldi á hælana á
þrumuveðri, stórhríð og ísköldu
regni. Sterkir norðvestanvindar sóp-
ÚRVAL
uðu loftbólunni út yfír Atlantshaf
og tættu hana sundur.
Til að fá vitneskju um, hvað svona
vitlaust veðurfar þýddi fyrir náttúr-
una og dýralífíð, leitaði ég upplýs-
inga hjá náttúrufræðingnum Roger
Peterson, formanni fuglaskoðunar-
félagsins og hann skýrði mér frá
áhrifum indjánasumars á fuglalífið.
Fuglar lenda í „sjálfheldu” í norðr-
inu yfir veturinn. Fyrsta frostið fyrir
indjánasumarið er hvöt til að leggja
af stað í haustferðalag, en ef þetta
kuldakast er skammvinnt og síðan
kemur langdregið hitatímabil, getup
verið að farfuglseðlið mglist og þerr
farihvergi. Bláfuglar, söngspörvar og
rauðbrystingar em sérstaklega við-
kvæmir fyrir þessari hættu.
Skriðdýrafræðingurinn í Bronx
dýragarði, Wayne King, sagði mér,
að froskar létu oft heyra til sín
vorkvak á þessum tlma. Sumir'snákar
vakna líka af vetrarsvefninum og
skríða út í sólarylinn. Köngulær fara í
„loftbelgjaferð”, spinna stórar silki-
tjásur og láta heita loftstrauma bera
sig margar mílur.
„Hitinn orkar á margar vorplönt-
ur,” segir Craig Hibben, plöntu-
sjúkdómafræðingur við plönturann-
sóknarstöð í New York. Á indjána-
sumardögunum blómstra oft sýringar
og eplatré og verða stundum að
greiða fyrir það með færri blómum
næsta vor.”
Uppmni orðtaksins „indjánasum-
ar’ ’ er ekki þekktur. Orðin voru kunn
og notuð í Hudsondalnum og