Úrval - 01.12.1976, Side 66

Úrval - 01.12.1976, Side 66
64 ÚRVAL bæjarins Greenville í Flórída. Vegna þess að faðir hans var mikið að heiman við vinnu fyrir járnbrautirnar fékk Ray aðallega stoð og leiðbein- ingar frá móður sinni. ,,Hún hafði ekki mikla menntun,” segir hann. ,,En hún átti mikið af heilbrigðri skynsemi. Hún kunni dæmisögur um allt mögulegt, og ég lifi samkvæmt þeim enn þann dag í dag. ’ ’ Móðir Charles vann sem vinnu- kona og öðru hvom í sögunarmyll- unni. Þegar best lét hafði fjölskyldan 40 dollara á viku til framfæris, og svo fæddist annar sonur um ári á eftir Charles. En eins og hann segir: ,,Eitt við sveitafólk er það, að þegar það er fátækt, eykst samheldnin. Þegar allir em álíka staddir, hjálpa þeir hverjir öðmm.” Svo vinnusöm og heiðarleg sem fjölskyldan var, hefði hún átt skilið dálitla heppni. En það, sem henti hana, var næstum allt slæmt. Árið 1935 þegar Ray var fimm ára, datt yngri bróðir hans í baðkar og dmkkn- aði, þrátt fyrir ítmstu tilraun Rays til að draga hann upp úr. Svo fór að bera á augnkvilla hjá Ray. Á morgn- ana voru augu hans límd aftur af greftri, svo hann varð að opna þau með höndunum. Stundum hafði hann sárar þrautir í þeim. Sjónin tók að daprast. Foreldrar hans fóru með hann til héraðslæknisins, en hér var þörf fyrir sérfræðing, en til þess vom engir peningar til. Þegar Ray var sjö ára, varð hann blindur — sennilega af gláku. Ray hefði getað sokkið niður í sinnuleysi og lifað sem betlari eftirleiðis. Það sem bjargaði honum var skynsemi og hugrekki móður hans. ,,Þú ert blindur, en ekki heimskur”, sagði hún. ,,Þú hefur misst augun, ekki vitið.” Og með mikilli alúð hóf hún það erfiða verk að gera hann að sjálf- bjarga persónu. Hún lét hann skúra gólf, sópa, jafnvel höggva brenni. ,,Hún kom mér í skilning um, að ef ég hugsaði nægilega mikið um eitthvað, mundi ég finna ráð til að gera það sjálfur. Hún var vön að segja við mig: „Einhverntíma verð ég ekki lengur til að hjálpa þér. Þú verður að hjálpa þérsjálfur.” Ray hafði líka annað til að lifa fyrir: tónlistina. Nágranni átti píanó og byrjaði að sýna Ray, hvernig ætti að spila smá lög, setja saman tóna og mynda samhljóma. Önnur tónlistar uppspretta fyrir Ray var kirkjan. „Sálmarnir, sem við sungum, vom ekki fingrahröðu lögin, sem kölluð er guðspjallamúslk nú,” segir Ray. „Það vom hægir sálmar. Ég var hrifinn af svoleiðis messugerð. ’ ’ Þegar Ray var sjö ára og nógu gamall til að fara í blindraskóla í St. Augustine, hafði hann fengið mætur og talsverða leikni í tónlistinni. Skólinn hvatti hann til að læra á ýmskonar hljóðfæri, og hann lærði nokkur klassísk píanóverk. Svo varð hann fyrir enn einu áfalli — ástrík móðir hans, rúmlega þrítug að aldri andaðist skyndilega. Ray gat ekki grátið, hann gat ekki borðað. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.