Úrval - 01.12.1976, Page 75

Úrval - 01.12.1976, Page 75
AFREKIÐ ÍENTEBBE 73 framan. Númeraplötur bílsins voru eins og númeraplötur forsetabílsins, og þegar bílarnir þrír runnu upp að flugstöðvarbyggingunni, kipptust úgönsku hermennirnir í réttstöðu. í skjóli þessa lævíslega leikaraskapar komust menn Netanyahus svo að segja alveg að byggingunni áður en fyrsta skotinu var hleypt af. (Stytt úr New York Times) FÆSTUM GÍSLANNA DATT neitt þessu líkt í hug, þegar þeir heyrðu fyrstu skotin á stangli. Flest- um þeirra fór eins og Gabrielu Rub- enstein, 29 ára gamalli ísraelskri konu, sem lá hálfsofandi á dýnu: „Drottinn minn,” hugsaði hún. ,,Nú er þessu lokið. Nú hafa úgand- arnir ákveðið að drepa okkur. Líklega leið um hálf mínúta í þögn. Síðan hófust skothvellirnir að nýju, en að þessu sinni virtust þeir koma úr öllum áttum. Gluggarnir brotnuðu og æði greip um sig í salnum, þegar hann tók að fyllast af ryki og reyk. Þýski skæruliðinn Wilfried Böse, kom æðandi inn um framdyrnar og beindi vélbyssu sinni að gísl- unum, sem lágu á gólfinu. En svo hikaði hann og snéri sér við til að líta út á flugvöllinn. í sama bili kvað við skothríð og hann féll á gólfið. Tveimur dögum áður, eftir að gyðingarnir höfðu verið tíndir úr, hafði Yitzhak David brett upp skyrtuermina sína og sýnt þjóðverjan- um húðflúrað númer sitt úr einangr- unarfangabúðum þjóðverja á stríðs- árunum. „Foreldrar þínir drápu foreldra mína af því þeir voru gyðingar,” sagði hann. ,,Og nú ert þú tilbúinn að drepa mig af sömu ástæðu.” Böse varð næstum skömmustulegur. ,,Ég er ekki nas- isti,” sagði hann. ,,Ég er hugsjóna- maður. ’ ’ Héðan af getur enginn vitað, hvort það vom þessi orðaskipti, sem komu þjóðverjanum til að hika við að slátra gyðingunum. Frá því fyrstu skotum var hleypt af höfðu nú liðið tíu til fímmtán mínútur. Sumir gíslanna töldu það lengri tíma, aðrir skemmri. En hvað sem tímanum leið töldu margir gíslanna, sem lágu inni í salnum eða í ganginum að Idi Amin hefði nú ákveðið að láta drepa þá. Þeipi snérist ekki hugur fyrr en þeir heyrðu hrópað í gjallarhorn úti fyrir: „Hanachnu Israelim!” (Við erum ísraelir!) Það tók flesta gíslanna smástund að átta sig á þessu. Það virtist svo fjarstætt. Akiva Laxes datt ekkert annað í hug en að fyrst fallhlífar- hermaðurinn, sem kom stökkvandi inn um gluggann til hans, væri raunverulegur engill, af himnum sendur að frelsa þá. Lilly Hirsch, sem hafði lifað af dvöl í Auschwitz, varð hugsað til bandarísku hermannanna, sem frelsuðu þá er þar sátu. Franska flugáhöfnin botnaði hvorki upp né niður fyrr en einhver hafði sinnu á að túlka fyrir hana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.