Úrval - 01.12.1976, Side 78
76
URVAL
^Böíhiii
okkar
+ * *
Hefur erfinginn sagt eitthvað
skemmtilegt nýlega? Eða kannski
bara einu sinni endur fyrir löngu?
Við verðlaunum hverja birta sögu
með kr. 500. Utanáskriftin er Úrval,
pósthólf 533, Reykjavík. Að þessu
sinni eigum við þrjár sögur:
* *
Strákarnir í 6. bekk höfðu verið að
stríða litlum strák úr fyrsta bekk í frí-
mínútunum. Hann ákvað að klaga þá
í skólastjórann og hleypur beint inn í
kennarastofu. Þar msetir hann skóla-
stjóranum í dyrunum og skólastjór-
inn segir, dálítið snöggt: ,,Hvað er
þéráhöndum, vinurminn?”
Strákurinn lítur á hendurnar á sér
og segir svo, dálítið vandræðalegur:
„Vettlingar.”
Mig langar að segja frá smáatviki
í sambandi við dóttur mína, sem mér
þótti svolítið skemmtilegt þegar það
skeði:
Eins og allir vita hefur verið sýndur
myndaflokkur um Karlinn í komm-
óðunni í barnatímum sjónvarpsins
undanfarnar vikur. Dóttir mín, sem
er fjögra ára, hefur mjög gaman af
þessum þáttum. Svo eitt kvöld er
verið var að lesa fréttir í útvarpinu,
gellur í þeirri stuttu. ,,Er komm-
óðukarlinn í sjónvarpinu núna?” En
ég sagði að hann væri bara á
sunnudögum. Þá segir hún: ,,Hvað
eru þeir alltaf að tala um
kommúnista þá?”
Á.I. Hafnatfirði.
+ 4
Lítill fjögurra ára frændi minn var
fullviss um að mamma hans gengi
með litla diddu, þegar hún var ófrísk
eitt sinn, og þýddi ekkert að reyna að
leiðrétta það. Einn dag var ég að
labba með þeim heim, þegar sá litli
spurði ósköp forvitinn: „Marnrna, er
litla didda í fötum?” ,,Nei,” svaraði
mamma hans.” Það fæðast öll börn
ber.” ,,En liggur hún ekki á sæng
þá?” spurði hann. ,,Nei, nei,” sagði
mamma hans aftur. Þá fauk í þann
litla og hann sagði hneykslaður:
„Andskotinn er þetta, liggur hún
bara á beinunum þá?”
G.M.S.
BB