Úrval - 01.12.1976, Síða 84
82
URVAL
Múrillvilja og ófrelsis aðskilur austur- og vestur-
hluta Berltnaborgar. Þetta óhugnaðartákn er nú
fimmtdn ara að aldri og stöðugt er bœtt viðþað
nýjum vítisvélum tilþess að koma í veg fyrir, að
þeir sem eru öðrum megin en vildu heldur vera
hinum megin komist sína leið. En þrútt fyrir
þann megintilgang múrsins að hindra alla í að
komast vesturyfir eða dreþa þd ella, hefur engu
að stður yfir 8 þúsund manns heppnast að
komast yfir um. Fdir flóttamenn hafa þó sýnt
meiri kjark og hugvitssemi en fjölskyldan Holz-
apfel, ,,hin fullkomnu kommúnistahjón, ” sem
hugsuðu upp flókna en snjalla dcetlun, sem
dugði tilþess að flytja þau bæði og níu ara son
þeirra til frelsisins.
R
msmm
ÖÍWIPMIS egnið helltist ofan yfir
Berlín þessa sumarnótt.
Það rann ofan yfir klofna
borgina, yfir múrinn,
sem skilur að austur og
vestur. Það þrengdi sér í gegnum
klæði fjögurra manna, sem leyndust
við rætur múrsins að vestanverðu.
Það þuldi á þriggja manna fjöl-
skyldu, sem hægt og hljóðlaust
fikraði sig að múrnum austan frá.
Meðfram múrnum stóðu háar
byggingar og raðhús eins og þögul
vitni. Umferðargnýr og önnur stór-
borgarhljóð voru eins og daufur
niður í fjarska. Lest, sem fór hjá
nokkrum götum utar, hljómaði eins
og bergmál frá öðrum heimi. Við
sjálfan múrinn heyrðist aðeins niður
regnsins. Mennirnir fjórir að vestan-
verðu sátu þöglir. Þeir þorðu ekki að
reykja, ekki að hreyfa sig.
Hátt yfir höfðum þeirra mátti sjá
þakbrún hússins, sem einu sinni var
aðalstöðvar Luftwaffe Hermanns
Görings, en nú árið 1965 hét það