Úrval - 01.12.1976, Side 86

Úrval - 01.12.1976, Side 86
84 ÍIRVAL og venjulegu fötin, hann var aðeins einn af miklum fjölda töskumanna. Meira að segja Jutta missti sjónar af honum' 1 þrengslunum framan við lúgu varðmannanna, sem fara varð fram hjá áður en komið var að vopn- uðum dyravörðunum. Og enginn veitti þvi athygli, að Heinz lét hjá líða að gefa sig fram við lúgumenn- ina. Þegar Jutta og Gúnther voru komin fram hjá lúgunni líka, var Heinz kominn í röðina framan við dyraverðina. Þeir litu aðeins á blaðið, sem hann hélt í hendinni, aðgöngu- seðilinn, en skoðuðu hann ekki nánar. Eins fór með Juttu. Gúnther þurfti ekki aðgönguseðil. Dyravörð- urinn bandaði þeim áfram með hendinni. Hefði hann skoðað seðlana hefði hann uppgötvað, að þeir voru margra vikna gamlir. Maðurinn með töskuna og konan með töskuna og drenginn héldu nú sitt í hvora átt. Innan fárra sekúndna voru þau horfin í st aum fjöldans, sem flæddi um alla ganga hússins Stjórnarráðshúsið er gríðarmikil, steinsteypt blokk, sem stendur ekki langt frá hinu fyrrverandi ríkis- kansellíi í Wilhelmsstrasse og aðeins steinsnar frá neðanjarðarbyrginu, sem Hitler endaði daga sína í. Þetta hús var reist á fyrstu árum þriðja ríkisins og er einna líkast risavaxinni mauraþúfu með marmaraklæddum göngum. Bakhliðin stendur þétt við sjálfan Berlínarmúrinn. Þetta hús þekkir hver einasti góður flokksþegn í Austurþýskalandi. — Það er aðal- stöðvar hinna útvöldu, Mekka hinna undirgefnu. Ef embættisbústaður Walters Ulbrichts skammt frá var heili alþýðuveldisins, mátti með sama rétti kalla þetta hús hjarta þess. Heinz hafði verið fullur lotningar, þegar hann kom í fyrsta sinn í þetta hús. Hann hafði í mörg ár unnið hörðum höndum til þess að ná því pólitíska marki, sem upplauk dyrun- um fyrir hann. Þetta hófst 1945, þegar her rússa marséraði gegnum Þýskaland og lagði Berlín undir sig. Heinz var þá fjórtán ára gamall, fölur og renglu- legur, sonur skósmiðs í Leipzig. Hann komst í einn af nýju skólunum sem kommúnistar komu á fót á rússneska hernámssvæðinu og var duglegur og námfús nemandi. 1953, þegar austurþýsku verkamennirnir risu móti stjórninni, var Heinz félagi í samtökum ungkommúnista, Freie Deutsche Jugend, en þau voru klak- stöð fyrir flokksfélaga framtíðarinnar. Hann vann til þess að komast í sér- stakan skóla fyrir vinnuhagfræðinga, og þar kynntist hann nettvaxinni, dökkhærðri stúlku, Juttu, sem eins og hann var sannfærður kommúnisti. Þau gengu í hjónaband, og brúð- kaupið var ofur látlaust að sjálfsögðu án kirkjulegrar blessunar, svo sem sómdi sér fyrir trygga flokksfélaga og trúleysingja. Heinz vann sem smiður í verksmiðju sem framleiddi álímingarspón. En hann var fram- gjarn og fékk ríkisstyrk til þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.