Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 87
f
YFIR MÚRINN
að halda áfram námi í marxistískri
hagfræði við háskólann í Leipzig.
Hann lagði stund á námið jafnhliða
starfi sínu og tók lokapróf skömmu
eftir að Berlínarmúrinn var reistur
1961. Áður en langt um leið var
hann orðinn skipulagsfræðingur fyrir
fjölda spónverksmiðja, átti sæti í
skipulagsdeild húsgagna- og spón-
iðnaðarins og var flokksforingi
kommúnistaflokksins á sínum vinnu-
stað.
Hann vissi, að sá dagur myndi
koma, að hann næði ekki lengra,
þrátt fyrir kunnáttu og getu. Hann
átti ættingja í Vesturþýskalandi og
gat þess vegna ekki komist hærra en
að ákveðnu marki. En á sínu sviði gat
hann verið öruggur. Margir félaga
hans voru bundnir samskonar fjöl-
skyldufjötrum, og trúnaður hans
sjálfs var aldrei dreginn í efa.
í þessu sambandi var þó Jutta
honum til stuðnings. Hún var fyrrum
ákafur og einlægur félagi í æskulýðs-
samtökum kommúnista, síðan
ritstjóri starfsmannablaðsins á sínum
vinnustað og fékk loks stöðu við
starfsmannahald vörusýningarinnar
heimskunnu, Leipziger-Messe.
í sameiningu öfluðu þau sér vissrar
virðingar og stöðu innan ,,stéttlauss”
samfélags síns. Þau höfðu eigin íbúð
og tekjur þeirra voru yfir meðallagi,
og yfirleitt voru þau álitin hin full-
komnu kommúnistahjóii. I mörg ár
taldi Heinz sig fullkomlega ,,áreið-
anlegan”, ogjutta taldi flótta bein-
85
línis glæp, og talaði fyrir því máli
sínu af sannfæringu.
En svo tók einhver innri uggur að
grafa um sig — fyrst hikandi og mgl
ingslegur, en síðan sterkari og ljósari.
Jutta þorði ekki að trúa neinum
fyrir þessu ieyndarmáii sínu og allra
síst flokksdyggum eiginmanni sín-
um. Henni datt ekki eitt einasta
andartak í hug, að hann kynni líka að
efast. Ekki fyrr en vetrarkvöid eitt
árið 1963.
Heinz kom seint heim, hafði
seinkað á einum af þessum ótölulegu
flokksfundum á skrifstofunni. Hann
skellti hurðum, þegar hann kom
heim, hann var þreyttur og argur.
Kjaftæði, kjaftæði og aftur kjaftæði.
sagði hann reiðilega. Enn einn langur
og þreytandi fundur, nákvæmlega
eins og tugir annarra siíkra funda.
Ákvarðanir, sem fólu ekkert nýtt í
sér. Öframkvæmanlegar framleiðslu-
kröfur. Innantómar hvatningar til
verkafólksins og slagorð til að slengja
framan í samfélagið sem heild. Allt
saman lýgi frá upphafi til enda.
Heinz skrúfaði sig upp í ofsareiði.
Hann sagðist ekki lengur geta haldið
þessum leik áfram, hann gæti ekki
staðið í þvílíkri hræsni, sem allir þó
sýndu — ríkið, flokkurinn, hann
sjálfur. Hann sagðist ekki lengur geta
verið með í þessu, hann yrði að
komast í burtu.
Jutta var sem lömuð. Hún hafði
aldrei fyrr heyrt hann láta sér þvíiíkt
og annað eins um munn fara. Það,