Úrval - 01.12.1976, Page 88
86
URVAL
sem hann var að tala um, var ekkert
annað en — flðtti!
Og hvað sagði hún sjálf? Aðeins
þetta: „Mér fínnst þetta líka. ”
Heinz rann reiðin. Þau störðu á
hvort á annað. Svo bjuggust þau til
hvíldar og gengu til rekkju. Hvorugt
þeirra minnist þess, að^fleira hafi
verið sagt þetta kvöld. Ákvörðunin
hafði verið tekin, og fyrst um sinn
þurfti ekki að segja fleira.
EFTIR ÞESSA GAGNKVÆMU
játningu vissu þau, að á einhvern
hátt yrðu þau að komast yfír landa-
mærin. Smáatriðin yrðu að koma á
eftir. Vegna Gunthers varð þetta að
vera fullkomin áætlun, flótti með
áeWállfa minnstri áhættu. Gera varð
ráð fyrir hverri hættu fyrirfram og
hvernig við henni mætti bregðast,
allt nákvæmlega þaulskipulagt.
Næstu vikur ræddu þau vandlega
tíu möguleika og lögðu þá til hliðar
sem óframkvæmanlega. Þeim varð
fljótt ljóst, að mörkin milli austurs
og vesturs voru í rauninni járntjald
— of vel varið til þess að hægt væri,
að brjótast í gegn um það og of beitt
til þess að hægt væri að klifrast yfír
það. Þar að auki höfðu þau hvorki fé
né rétt sambönd til þess að útvega sér
fölsk vegabréf. Þau ferðuðust alla
leið til Prag í von um að geta leitað
skjóls í vesturþýska sendiráðinu þar
— aðeins til þess að uppgötva, að
á þeim tíma var ekkert vesturþýskt
sendiráð í Tékkóslóvakíu.
011 sund sýndust lokuð. Þau voru í
völundarhúsi og fundu ekki leiðina
út. Heinz íhugaði meira að segja að
flýja í loftbelg, en gafst upp við þá
hugmynd. Það leið ár og hálft ár í
viðbót, og enn fannst engin undan-
komuleið.
Þegar þar var komið sögu höfðu
þau fyrir löngu trúað hvort öðru fyrir
öllum sínum hugrenningum. Áróðr-
inum, ísköldum sannleikanum varð-
andi hið kommúnistíska samfélag,
djúpinu milli kenninga og raunveru-
leika, öllu því, sem leiddi til þess að
múrinn var reistur — allt voru þetta
hlutir, sem hvorugt gat sætt sig við
eða látið yfír sig ganga.
En múrinn var staðreynd, svo þau
léku sín hlutverk áfram og sögðu það
sem til var ætlast eins og áður. Jutta
vann áfram við Leipziger-Messe. Og
Heinz, sem nú vann með reglulegu
millibili í stjórnarráðshúsinu í Berlín,
hélt áfram vinnu sinni eins og ekkert
hefðií skorist.
Hann fór tvisvar í mánuði til
Berlínar, það var hluti af starfí hans,
því skipulagsdeild hans í Leipzig var
undirdeild þjóðhagsstofnunarinnar í
stjórnarráðinu. Og dag nokkurn rann
það upp fyrir honum, að þetta hús
var meira en vinnustaður hans. Þar
sem það stóð fast upp við múrinn
var það eins og sterkur segull.
Þessi höll stóð aðeins 250 metra frá
Checkpoint Charlie, mikilvægasta
hliðinu yfír í Vesturberlín, sneri
framhliðinni út að Leipzigerstrasse og
bakhliðinni að Niederkirchnerstrasse.
Það var aðeins þessi síðast talda gata,
sem almennt var nú kölluð ,,dauða-
svæðið”, sem aðskildi húsið og
múrinn.
Þegar Heinz var í heimsókn hjá
starfsfélögum sínum á sjöttu og efstu
hæð hússins hafði hann oft tækifæri
til þess að horfa út um skrifstofu-
gluggana yfir í hina frjálsu Beriín.
Hann sá umferðina, mann á hjóli,
konu, sem hengdi þvott til þerris,
dreng á aldur við Gunther, sem var á
lejð heim úr skóla
Hugsúnin um vestrið gagntók
hann eins og töfrar og í árslok