Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 89
YFIR MÚRINN
87
1964 var hann orðinn sannfærður
um, að stjórnarráðshúsið, svo vel
varið sem það var og undir strangri
vörslu, geymdi á einhvern hárt lykil-
inn að flótta þeirra. En hvar og
hvernig?
Hvað fjarlægð snerti var ekki til-
takanlega erfitt að komast til landa-
mæranna úr garði hússins. Raunar
auðvelt, en tilgangslaust. það var
fyrirfram dauðadæmt að gera tiiraun
til að klippa sig í gegnum gadda-
vírsgirðinguna, hiaupa yfir ,,dauða-
svæðið” og loks klöngrast yfir sjáifan
múrinn. Aður en það hefðist hefðu
þau öll verið skotin.
Það hlaut að vera til önnur lausn.
Eftir fjölda heimsókna á efstu hæðina
rann það loks upp fyrir honum, hver
hún var. Dag nokkurn, þegar hann
stóð á götunni fyrir neðan húsið, sá
hann eins og í vitrun hvernig þetta
yrði að gerast. Ofan af þaki, auðvit-
að! Hver mundi láta sér detta í hug
flótta afþaki stjórnarráðsins?
Hann sá líka, hvernig þetta varv
hægt. Nfesta hættan var af Ijósköst-
urunum. Þeir sátu eins og hræfuglar
á háum möstrum meðfram múrnum
og drúpru höfðum. En þeir lýstu
niður á jörðina, ekki upp. Sá, sem
horfði upp frá götunni, blindaðist af
ljósunum og sá ekki upp fyrir þau.
En ef þau skyldu nú uppgötvast
uppi á þakinu, þrátt fyrir alit? Þá
myndu þau bara setjast og bíða þess
að verða handtekin, og þakbrúnin
hlífði þeim fvrir skotum að neðan.
Mesta hættustundin yrði þegar þau
færu ofan af þakinu vestur yfir. En sá
búnaður, sem Heinz hafði í huga,
hafði það I för með sér, að það var
aðeins mjög stutt stund.
Með góðum undirbúningi og góðri
hjálp var hægt að gera þetta svona,
sagði hann við Juttu um kvöldið
heima í íbúðinni í Leipzig. Þau
ætluðu að undirbúa sig vandlega og
hægt og gleyma engu. Þetta var
hægt. Þau gátu orðið frjáls.
Ogjutta var honum sammála.
ÞAU LEITUÐU HJÁLPAR hjá vin-
um sínum í Vesturberlín, sem enn
má ekki skýra frá nöfnunum á. Þessir
vinir notuðu ævinlega rétt sinn til
þess að heimsækja ættingja austan-
tjalds og hittu Hcinz og Juttu þó
nokkrum sinnum. Þeir lofuðu að
koma að múrnum gegnt stjórnar-
ráðinu með nauðsynlegan búnað
kvöldið, sem flóttinn var ákveðinn.
Heinz notaði tímann til þess að
rannsaka flata þakið á húsinu gaum-
gæfílega. Hann komst að því, að loft-
ræstingarpípur og aðrir þvílíkir hlutir
stóðu upp úr því hér og hvar, og
þetta voru ljómandi staðir til að felast
á bak við. Hann hafði engin tök á að
rannsaka þann hluta þaksins, sem var
næst múrnum, en öll rök bentu til
þess, að þakið væri samskonar þar.
Sem betur fór var húsið byggt í
stöllum, þannig að þakpallarnir voru
eins og þilför á skipi. I stað þess að
eiga fyrir höndum hættulegt klifur
frá glugga upp á þak gat fjölskyldan
einfaldlega hoppað svo sem meter
niður úr glugga á sjöttu hæð ofan á
þakið á þeirri fímmtu. Því næst urðu
þau að stökkva af fimmtu hæð ofan á
þak þeirrar flórðu, en það lá um-
hverfís rvær efstu hæðirnar alveg út
að Nederkirchnerstrasse.
En hve hátt uppi væru þau þar?
Það urðu vinirnir í Vesturberlín að
vita eins nákvæmlega og auðið yrði.
Heinz hafði því með sér tommu-
stokk og mældi lofthæðina á einu
salerninu í húsinu.
Með því að leggja saman lofthæð-
ina og áætlaða þykkt gólfa og þaka
komst hann að því, að ofan af þakinu
á flórðu hæð niður á götu hlyti að