Úrval - 01.12.1976, Síða 93

Úrval - 01.12.1976, Síða 93
YFIRMÚRINN 91 klósett sem hún hafði valið fyrr um daginn. Það var nær bakhlið hússins o^múrnum en klósettið, sem Heinz hafði áður fundið. Þess vegna höfðu þau breytt áætluninni með tilliti til þessa — og Heinz og Gúnther héldu til hennar nákvæmlega klukkan flmm mínútur yfir fimm. Á þeim tíma var gangurinn alauður. Enginn sá feðgana laumast inn á kvenna- klósettið. Heinz opnaði strax þungu töskuna hennar Juttu og tók upp skilti, sem þau höfðu haft með sér. Þar stóð: LOKAÐ. VINSAMLEGA NOTIÐ SALERNIÐ VIÐ ENDA GANGSINS INS”. Því næst boraði hann göt í hurðina og karminn og skrúfaði hurðina fasta við karminn með flat- járnum. Það myndi þurfa marga menn til að sprengja dyrnar upp. Þar að auki notaði hann læsinguna á dyrunum sjálfum. Gúnther horfði hissa á þetta allt saman. Nú var kominn tími til að segja honum allt af létta. Það var stund, sem báðir foreldrarnir höfðu kviðið fyrir. Þau sögðu honum, að hann hefði verið góður og hlýðinn í dag. En nú ætti margt fleira eftir að gerast, sem hann myndi kannski ekki skilja. En ef hann gerði nákvæmlega eins og honum væri sagt, skyldi hann fá flunkunýtt hjól, þegar þau væru komin yfir múrinn... Gúnther greip fram í fyrir þeim og sagði: , ,Eigum við að flýja? ’ ’ Þegar þau staðfestu það og sögðu honum frá fyrirætlun sinni, spurði hann aðeins einnar spurningar: „Haldiðið að þeirskjóti?” Pabbi hans skýrði fyrir honum, að þakbrúnin kærni í veg fyrir, að hægt væri að skjóta á þau. Ef þau væru mjög varkár. Drengurinn lét sér þetta nægja og lagðist til svefns á gólfið. KYRRÐIN LAGÐIST YFIR þau. Nú þyrftu þau að bíða myrkurs, í fjóra tíma. Jutta fór úr kjólnum og í peysu og sfðbuxur. Heinz yfirfór merkjalampann sinn, sem var lítið vasaljós í pappahólk, svo ljósið var aðeins lítill blettur, sem ekki sást frá hlið. Hann kveikti og slökkti nokkr- um sinnum til að fullvissa sig um, að allt væri í lagi. Þau gerðu sér vel Ijóst, að vel gat verið, að næturvörður væri á kreiki á ganginum, svo þau forðuðust allan hávaða, töluðu ekki einu sinni saman, meðan birta dagsins fölnaði og varð að rökkri og síðan myrkri. Þau vissu, að enn var verið að vinna að einhverju leyti á hæðunum fyrir neðan. Varðmennirnir við dyrnar fylgdust með þeim, sem höfðu unnið eftir\'innu. Aðrir bjuggu sig undir næturvörsluna. Öryggiseftirlitið sat við að bera aðgangsseðlana saman við afritið. sem geymd voru við dyrnar. En engirin myndi sakna fjölskyld- unnar Holzapfel. Heinz hafði lengi boðið í grun, að miðað við þann fjölda, sem kom í húsið á hverjum degi, myndi öryggiseftirlitinu þykja heldur snúið að bera saman alla seðla dagsins hverju sinni. Einn morg- uninn hafði hann farið til dyra stuttu eftir að hann var kominn, veifað aðgönguseðlinum og sagt við varð- manninn: ,,Ég kem aftur eftir smá- stund. Ég læt seðilinn í upplýsinga- deildina.” Maðurinn kinkaði kolli, og Heinz fór inn í upplýsingadeildina við hliðina á aðsetri dyravarðanna. Um leið og varðmaðurinn sá ekki til hans lengur, stakk hann seðlinum í vasann, gekk út og tók næstu lest heim til Leipzig. Ef einhver spyrði eftir seðlinum hans, ætlaði hann að segjast hafa gleymt að skilja hann eftir. En það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.