Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 94
92
URVAL
liðu fjórar vikur, og enginn spurði.
Heinz og seðillinn hans höfðu
bersýnilega gieymst alveg. Það þýddi
að seðlarnir og afritin voru ekki borin
saman á hverju kvöldi.
Hann endurtók þetta nokkrum
vikum síðar, þegar annar varðmaður
var við dyrnar. Ekkert gerðist þá
heldur. Nú höfðu hann ogjutta sinn
seðilinn hvort. Á flóttadaginn væri
ekkert afrit til, engin leið fyrir eftir-
iitið að vita, að tveir gesta dagsins
hefðu ekki skiiað sér um lokun.
Það var eins og myrkrið væri
sérlega lengi að leggjast yfir borgina
þetta kvöld. Út um klósettgluggann
sáu þau ljósin tendruð í Vesturberlín.
Skammt frá runnu fréttir hins vest-
ræna heims yfír efsta hluta húss.
Berliner Morgenposts. Vesturþýski
blaðajöfurinn Axel Springer hafði
viljandi látið reisa mannvirkið svo
nærri múrnum, að hægt var að lesa
ljósafréttirnar frá Austurberlín. En
hvorki Heinz eða Jutta hugsuðu út
í, að næsta morgun yrðu þau sjálf
fréttamatur — á einn eða annan hátt.
Hjá hjálparfólki þeirra hinum
megin við múrinn hafði vonin breyst
í áhyggjur. Þegar vinirnir vestanmeg-
in virtu húsið fyrir sér í sjónauka,
sáu þeir hóp verkamanna í fylgd með
rússneskum hermanni á þakinu yfir
sjöttu hæð. Það leit út fyrir að þeir
væru að laga skúr eða lítið afdrep úr
timbri þar uppi. Bandarískur her-
maður við Checkpoint Charlie sagði
þeim, að þessi skúr væri eftirlitsstað-
ur, þar sem öryggiseftirlitið að aust-
anverðu gæti fylgst með múrnum og
umhverfi hans. Og það fór ekki milli
mála, að ofan af þakinu á sjöttu hæð
blöstu neðri þökin í átt að múrnum
við.
Vinirnir fjórir voru þess alls ekki
umkomnir að vara Hoizapfelfjöl-
skylduna við, og þegar skuggarnir
urðu langir, nálguðust þeir múrinn.
Þeirvoru með rúllu með 15 metrum
af svartmáluðum, sex millimetra
sverum stálvír, og festu annan enda
hans við yfirgefinn vörubíl. fullan af
skrani. sem stóð á óbyggðri lóð rétt
við múrinn. Bíilinn hlaut að vera
öruggt akkeri í tengslum Holzapfel-
fjölskyldunnar við hinn vestræna
hcim.
Vinirnir voru, eins og fjölskyldan,
svartklæddir frá hvirfli til ilja. Þeir
laumuðust eins og skuggar upp að
múrnum, þar sem þeir ætluðu að
felast. Austurþýsku landamæra
verðirnir tóku ekki eftir þeim. Það
gerði hins vegar vesturþýskur eftir-
litslögregluþjónn, sem rakst á fjór-
menningana og skipaði þeim að
snauta þaðan.
HEINZ OG JUTTA höfðu líka
áhyggjur. Klukkan var orðin yfír 21,
og þótt tungllaust væri, eins og
almanakið hafði boðað, var ennþá
bjart. Allt í einu og alveg óvænt
skutu landamæraverðirnir fyrir neðan
þau af ljósablysum. Það sama endur-
tók sig skammt frá og síðan lengra frá
og lengra frá — heil röð af svifblys-
um, sem svifu örhægt til jarðar.
Loks varð þó kyrrt við landamærin.
Klukkan 21.30 vöktu þau Gúnther.
Svo fóru þau í svarta samfestinga og
„laumuskó”, — gamla skíðasokka,
sem Jutta hafði saumað svampsóla á.
Heinz opnaði gluggann, og þau
létu fallast niður á þakið yfír fimmtu
hæð. Þau lentu hljóðlaust og hikuðu
andartak, en allt var kyrrt. Þá sót-
svertu þau andlitin. Heinz benti að
bakhlið hússins, í áttina að múrnum.
Klukkan var 21.45, og þau voru