Úrval - 01.12.1976, Page 97

Úrval - 01.12.1976, Page 97
YFIR MÚRINN 95 þau öll þrjú. Sérstaklega var Jutta orðin örmagna og dróst sífellt aftur úr. Heinz skipti um stað við hana og tók líka að sér töskuna hennar. Þegar þau voru komin spölkorn þannig, uppgötvaði Heinz að hann hafði gleymt öryggislínunni, sem þau höfðu einnig haft með sér, og varð að skríða nokkra metra til baka eftir henni. Loks, þegar þau komust að flagg- stönginni, voru þau næstum útkeyrð. Á upplýstri klukkuskífu á turni í Vesturberlín sáu þau, að klukkan var að verða 23.30. Það hafði tekið þau hálftíma að skríða síðustu fimmtíu metrana. Jutta fór úr kápunni og vafði henni um soninn, sem skalf af kulda. Hann lá grafkyrr, meðan hún byrjaði að taka upp flóttaáhöldin: Stórar trissur úr tré, hamar, með sjálflýsandi málningu á skaftinu og upprúllaða nælonlínu. Hægt og varlega rak Heinz sótsvart andlitið fram af þakbrúninni og lit- aðist um á landamærasvæðinu fyrir neðan. Og þegar honum sýndist þar allt meðkyrrum kjörum, gaf hann merki með vasaljósinu. Þegar í stað var svarað með snöggu ljósi. Og Heinz tók upp hamarinn, sem vó hálft kíló, og endann á nælonlín- unni. FYRST OG FREMST höfðu þau orðið að útvcga sér létta línu til þess að draga upp þrjátíu kílóa þungan stálvír með. Línan varð að vera sterk, en nógu grönn til þess að hægt væri að smygla henni inn í stjórnarráðs- húsið. Venjulegt snæri var ekki nógu sterkt, og kaðall tók of mikið rúm. Svarið var nælonlína. Tvær rúllur af nælongarni, af sama tagi og notað er í tennisspaða, dugðu til að fá nægilega langa snúru. Til þess að gera línuna ósýnilega í myrkri hafði Heinz málað hana svarta. En þegar málningin þornaði, vatt llnan sig saman í vonlausa flækju. Það stoðaði ekki að rétta úr henni, um leið og henni var sleppt, hringaðist hún umsvifalaust saman aftur eins og gormur. í marga daga velti hann lausninni á þessum vanda fyrir sér. Hann varð að geta treyst því fullkomlega, að línan rynni út án minnstu fyrirstöðu. Að lokum datt honum í hug að vefja línuna utan um fötu og stinga svo fötunni með línunni ofan í sjóðandi vatn. Það var lausnin. Línan rann af fötunni í laglegum hringjum og lagðist í rúllu, sem minnti á lampa- skerm. Við tilraunakast á engi fyrir utan Leipzig fylgdi línan hamrinum ljúflega eftir og vast ofan af hringj- unum með silkikenndu skrjáfí. Heinz batt annan enda línunnar, svo og öryggislínuna, sem hann hafði bundið um mitti sér, við flaggstöng- ina, sem stóð um sex metra frá þak- brúninni. Enn var allt kyrrt. Það var ástæðulaust að bíða lengur. Hann reis á fætur, sveiflaði hamrinum nokkrum sinnum í tilraunaskyni og kastaði honum svo af öllum kröftum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.