Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 97
YFIR MÚRINN
95
þau öll þrjú. Sérstaklega var Jutta
orðin örmagna og dróst sífellt aftur
úr. Heinz skipti um stað við hana og
tók líka að sér töskuna hennar. Þegar
þau voru komin spölkorn þannig,
uppgötvaði Heinz að hann hafði
gleymt öryggislínunni, sem þau
höfðu einnig haft með sér, og varð að
skríða nokkra metra til baka eftir
henni.
Loks, þegar þau komust að flagg-
stönginni, voru þau næstum útkeyrð.
Á upplýstri klukkuskífu á turni í
Vesturberlín sáu þau, að klukkan var
að verða 23.30. Það hafði tekið þau
hálftíma að skríða síðustu fimmtíu
metrana.
Jutta fór úr kápunni og vafði
henni um soninn, sem skalf af
kulda. Hann lá grafkyrr, meðan hún
byrjaði að taka upp flóttaáhöldin:
Stórar trissur úr tré, hamar, með
sjálflýsandi málningu á skaftinu og
upprúllaða nælonlínu.
Hægt og varlega rak Heinz sótsvart
andlitið fram af þakbrúninni og lit-
aðist um á landamærasvæðinu fyrir
neðan. Og þegar honum sýndist þar
allt meðkyrrum kjörum, gaf hann
merki með vasaljósinu. Þegar í stað
var svarað með snöggu ljósi. Og
Heinz tók upp hamarinn, sem vó
hálft kíló, og endann á nælonlín-
unni.
FYRST OG FREMST höfðu þau
orðið að útvcga sér létta línu til þess
að draga upp þrjátíu kílóa þungan
stálvír með. Línan varð að vera sterk,
en nógu grönn til þess að hægt væri
að smygla henni inn í stjórnarráðs-
húsið. Venjulegt snæri var ekki nógu
sterkt, og kaðall tók of mikið rúm.
Svarið var nælonlína.
Tvær rúllur af nælongarni, af sama
tagi og notað er í tennisspaða, dugðu
til að fá nægilega langa snúru. Til
þess að gera línuna ósýnilega í myrkri
hafði Heinz málað hana svarta. En
þegar málningin þornaði, vatt llnan
sig saman í vonlausa flækju. Það
stoðaði ekki að rétta úr henni, um
leið og henni var sleppt, hringaðist
hún umsvifalaust saman aftur eins og
gormur.
í marga daga velti hann lausninni
á þessum vanda fyrir sér. Hann varð
að geta treyst því fullkomlega, að
línan rynni út án minnstu fyrirstöðu.
Að lokum datt honum í hug að vefja
línuna utan um fötu og stinga svo
fötunni með línunni ofan í sjóðandi
vatn. Það var lausnin. Línan rann af
fötunni í laglegum hringjum og
lagðist í rúllu, sem minnti á lampa-
skerm. Við tilraunakast á engi fyrir
utan Leipzig fylgdi línan hamrinum
ljúflega eftir og vast ofan af hringj-
unum með silkikenndu skrjáfí.
Heinz batt annan enda línunnar,
svo og öryggislínuna, sem hann hafði
bundið um mitti sér, við flaggstöng-
ina, sem stóð um sex metra frá þak-
brúninni. Enn var allt kyrrt. Það var
ástæðulaust að bíða lengur. Hann
reis á fætur, sveiflaði hamrinum
nokkrum sinnum í tilraunaskyni og
kastaði honum svo af öllum kröftum.